Körfubolti Tap fyrir Slóvenum Íslenska drengjalandsliðið í körfuknattleik tapaði fyrir Slóvenum með 18 stiga mun, 50-68, í milliriðli Evrópukeppni landsliða 16 ára og yngri en leikið er á Spáni. Hjörtur Hrafn Einarsson var stigahæstur, skoraði 14 stig og tók 7 fráköst. Íslendingar spila um 13.-16. sætið, mæta Belgum á laugardag og þurfa að vinna leikinn til þess að halda sæti sínu í A-deild keppninnar. Sport 13.10.2005 19:38 Shaq fær $100 millur næstu 5 árin Körfuboltasnillingurinn Shaquille O Neal komst í dag að samkomulagi við lið sitt í NBA deildinni, Miami Heat um nýjan 5 ára samning sem færir honum 100 milljónir dollara í laun á tímabilinu. O Neal er því launahæsti leikmaðurinn í deildinni og verður það að öllu óbreyttu a.m.k. næstu 2 tímabilin. Sport 13.10.2005 19:37 Detroit semur aftur við Darko Detroit Pistons hefur samið aftur við Serbann Darko Milicic og verður þessi 20 ára miðherji því áfram í herbúðum liðsins næstu tvö árin þrátt fyrir að hafa aðeins spilað í samtals 413 mínútur fyrstu tvö tímabil sín í NBA-deildinni. Milicic var valinn annar í nýliðavali NBA sumarið 2003. Sport 13.10.2005 19:36 41 stigs tap í fyrsta leiknum 16 ára landslið karla í körfubolta tapaði með 41 stigi fyrir Grikklandi, 89-48, í fyrsta leik í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða 16 ára og yngri sem nú fram fer á Spáni. Þetta er fyrsti leikur íslensks landsliðs í A-deild. Páll Fannar Helgason úr Val var stigahæstur með 12 stig en Keflvíkingurinn Þröstur Leó Jóhannsson skoraði 11 stig. Sport 13.10.2005 19:36 Ísland í öðru sæti Íslenska landsliðið í körfuknattleik pilta 18 ára og yngri hafnaði í 2. sæti í B-deild Evrópumótsins í Slóavkíu eftir ósigur fyrir Úkraínu með 82 stigum gegn 56 í úrslitaleiknum í dag. Í hálfleik var staðan 43-39 fyri Úkraínu. Brynjar Þór Björnsson skoraði 20 stig fyrir íslenska liðið og Pavel Ermolinskij 15. Sport 13.10.2005 19:34 18 ára og yngri í körfu í A deild Íslenska landsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri komst í gær upp í A deild. Íslendingar sigruðu Finna 86-71 í undanúrslitaleik í gær. Sport 13.10.2005 19:34 Flip Saunders nýr þjálfari Detroit Bandaríska NBA liðið Detroit Pistons réð í dag Flip Saunders sem þjálfara eftir að hafa sagt upp samningi við Larry Brown. Saunders þjálfaði Minnesota Timberwolves frá árinu 1995- 2005. Besti áragngur hans með Minnesota var þegar hann stýrði liðinu alla leið í úrslit Vesturstrandardeildarinnar árið 2004 þegar liðið tapaði fyrir L.A. Lakers. Sport 13.10.2005 19:33 Ísland í undanúrslit Íslenska landsliðið í körfuknattleik pilta 18 ára og yngri komst í dag í undanúrslit í B-deild Evrópu móts piltalandsliða í Slóvakíu, þegar liðið vann Úkraínu í háspennuleik með 71 stigi gegn 70. Úkraína og Ísland komust í undanúrlit, sem verða á laugardag, og sigurvegararnir í þeim leikjum vinna sér sæti í A-deild. Sport 13.10.2005 19:33 Páll góður gegn gömlu félögunum Grindvíkingar báru sigurorð af grönnum sínum í Njarðvík í úrslitaleik Bílavíkurmótsins í körfuknattleik í fyrrakvöld, 78-68, þar sem fyrrum leikmaður Njarðvíkur, Páll Kristinsson, var atkvæðamikill í liði Grindvíkinga. Sport 13.10.2005 19:33 Grindavík og Njarðvík mætast Grindavík og Njarðvík spila í dag til úrslita í Bílavíkurmótinu í körfubolta sem er fjögurra liða mót sem hefur farið fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík síðustu daga. Liðin hafa unnið báða leiki sína í mótinu gegn Keflavík og Fjölni og spila því um Bílavíkurbikarinn klukkan 20.30 í Njarðvík í kvöld. Keflavík og Fjölnir spila á undan um þriðja sætið. Sport 13.10.2005 19:33 Jón Arnór á Ítalíu næsta vetur Jón Arnór Stefánsson hefur gert eins árs samning við ítalska liðið Pompea Napoli en Jón Armór var hjá rússneska liðinu Dynamo St. Pétursborg á síðasta tímabili og varð meðal annars Evrópumeistari með liðinu. Þetta verður fimmta lið Jóns Arnórs á síðustu fimm árum. Sport 13.10.2005 19:32 Saunders mun taka við Pistons Flip Saunders mun verða næsti þjálfari Detroit Pistons, ef marka má nýjustu fréttir frá Bandaríkjunum, en Pistons hafa sem kunnugt er komist að samkomulagi við Larry Brown um að hætta og hafa gert við hann starfslokasamning. Sport 13.10.2005 19:33 Brown rekinn frá Detroit Larry Brown, þjálfara Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum, var vikið úr starfi í gærkvöldi. Brown átti þrjú ár eftir af samningi sínum en í nokkurn tíma hefur það legið fyrir að forystumenn Pistons-liðsins vildu losna við hann. Brown, sem er 64 ára, gerði Pistons að meisturum í fyrra og kom liðinu í úrslit í ár þar sem Pistons tapaði fyrir San Antonio Spurs. Sport 13.10.2005 19:33 Stórsigur Íslands Íslenska körfuknattleikslandsliðið skipað leikmönnum undir 18 ára vann stórsigur á Bosníu og Hersegóvínu, 75-56, á Evrópumótinu í Slóvakíu. Staðan í hálfleik var 43-22 Íslandi í vil. Stigahæstur íslenska liðsins var Brynjar Björnsson með 30 stig þar af sjö þriggja stiga körfur. Næstur honum var Hörður Axel Vilhjálmsson með 18 stig. Sport 13.10.2005 19:33 Grindavík vann Bílavíkurmótið Grindavík tryggði sér í kvöld sigur á Bílavíkurmótinu í körfubolta þegar liðið vann tíu stiga sigur á heimamönnum, 78-68, í úrslitaleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Fjölnismenn tryggðu sér þriðja sætið eftir 16 stiga sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 96-80 en Keflavík tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. Sport 13.10.2005 19:33 Weiss ráðinn þjálfari Seattle Gamla brýnið Bob Weiss hefur verið skipaður aðalþjálfari bandaríska körfuknattleiksliðins Seattle Supersonics, en hann hefur verið aðstoðarþjálfari liðins í 11 ár. Weiss, sem er 63 ára, tekur við af Nate McMillan, sem fór til Portland Trailblazers í sumar. Weiss var eitt sinn aðstoðarþjálfari bandaríska landsliðsins. Sport 13.10.2005 19:32 Grindavík og Njarðvík unnu aftur Njarðvík og Grindavík hafa unnið báða leiki sína í Bílavíkurmótinu í körfubolta sem nú fer fram í Ljónagryfjuni. Njarðvík vann nágranna sína í Keflavík 90-80 í kvöld og Grindavík vann 30 stiga sigur á Fjölnir, 116-86. Páll Axel Vilbergsson skoraði 43 stig og 9 þriggja stiga körfur í kvöld. Liðin mætast í úrslitaleik á lokadegi mótsins á morgun. Sport 13.10.2005 19:32 Ísland missti leikinn frá sér Íslenska 18 ára landsliðið mátti sætta sig við fjögurra stiga tap, 67-71, fyrir Austurríki í fyrsta leik í sínum í milliriðli Evrópumóts U-18 í Ruzomberok í Slóvakíu. íslenska liðið leiddi með 15 stigum í hálfleik, 40-25, og náði best 20 stiga forskot í leiknum. Pavel Ermolinskij var atkvæðamestur með 20 stig, 17 fráköst og 8 stoðsendingar. Sport 13.10.2005 19:32 Pallarnir báðir í fínu formi Páll Axel Vilbergsson og Páll Kristinsson fundu sig vel í sínum fyrsta leik saman fyrir Grindavík en liðið vann 34 stiga sigur á Keflavík, 107-73, í fyrstu umferð Bílavíkurmótsins í gærkvöldi. Páll Axel var með 30 stig og Páll kristinsson bætti við 22 stigum og 14 fráköst. Báðir áttu þeir síðan 5 stoðsendingar. Sport 13.10.2005 19:32 Brown hættur að þjálfa Detroit Larry Brown, sem stýrði Detroit Pistons til meistaratitils í fyrra og í úrslitin í ár, hefur komist að samkomulagi við stjórn félagsins um að láta af störfum, samkvæmt nýjustu fréttum frá Bandaríkjunum. Brown hafði verið í löngum samningaviðræðum við Pistons undanfarna daga, en nú er talið líklegt að félagið kaupi hann út úr þeim þremur árum sem eftir eru af samningi hans. Sport 13.10.2005 19:32 Endalaus óheppni Helga Jónasar Helgi Jónas Guðfinnsson er einn allra besti leikstjórnandi á Íslandi en undanfarin ár hafa þrálát bakmeiðsli gert honum lífið leitt og því hefur hann ekki geta spilað að fullu með liði sínu. Sport 13.10.2005 19:32 Njarðvík sigraði Fjölni Njarðvík sigraði Fjölni 89-71 í Bílavíkurmótinu í körfubolta sem fram fer í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Staðan í hálfleik var 49-40 gestgjöfunum í vil. Friðrik Stefánsson var stigahæstur heimamanna með 25 og næstur kom Jóhann Á Ólafsson með 23 stig. Í liðið Grafarvogspilta var Magnús Pálsson stigahæstur með 21 stig. Sport 13.10.2005 19:32 Sigur á Finnum Íslendingar mættu Finnum <font face="Arial" size="2">á EM U-18 karla í körfubolta í Ruzomberok í Slóvakíu. Íslendingar sigruðu 75-68 eftir að hafa leitt 40-27 í hálfleik, og tryggðu sér þar með sigur í riðlinum. Pavel Ermolinskij var stighæstur Íslendinga með 22 stig (10 fráköst), Árni Ragnarsson var með 14 stig og Brynjar Þór Björnsson með 13 stig (9/9 á vítalínunni).</font> Sport 13.10.2005 19:32 Góður sigur U-18 í körfunni Íslenska 18 ára körfuboltalandsliðið vann Makedóníu 79-69 í öðrum leik sínum í B-hluta Evrópukeppni U-18 ára landsliða pilta í Ruzomberkok í Slóvakíu í gær. Sport 13.10.2005 19:31 Snæfell fær liðsstyrk Snæfellingar í Stykkishólmi hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir átökin í úrvalsdeildinni á næsta ári, því þeir hafa nú gengið frá samningi við tvo serbneska leikmenn. Sport 13.10.2005 19:31 Divac hættur vegna meiðsla Serbneski miðherjinn hjá Los Angeles, Vlade Divac er hættur vegna bakmeiðsla. Divac kom fyrst inn í NBA deildina frá Partizan Belgrad árið 1989 og lék með Lakersum hríð áður en hann gekk til liðs við Sacramento Kings. Þar eyddi hann bestu árum sínum í NBA deildinni áður en hann gekkk aftur til liðs við Lakers fyrir síðasta tímabil. Sport 13.10.2005 19:31 Shaq líklega áfram hjá Miami Viðræður forráðamanna NBA liðsins Miami Heat við aðalstjörnu sína Shaquille O´Neal ganga vel að sögn Pat Riley</person /> yfirmanns körfuboltamála hjá Miami. Shaq leiddi Miami til úrslita í Austurströndinni en liðið tapaði fyrir Detroit í sjö leikjum. Sport 13.10.2005 19:30 Ísland tapaði fyrir Slóvakíu Ísland tapaði fyrir Slóvakíu med 27 stiga mun 59-86 í gær á Evrópumóti 20 ára og yngri í körfuknattleik en leikið er í Búlgaríu. Strákarnir leika gegn Pólverjum í kvöld. Sport 13.10.2005 19:29 Keflavík til Úkraínu og Finnlands Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfuknattleik leika í riðli með Lappeenranta frá Finnlandi og Sumihimprom frá Úkraínu í áskorendakeppni Evrópu í haust. Keflvíkingar leika fyrri leikina ytra. Sport 13.10.2005 19:27 Dregið í Evrópukeppninni í körfu Karlalið Keflavíkur og kvennalið Hauka eiga erfið verkefni fyrir höndum í haust, en um helgina var dregið í riðla í Evrópukeppni félagsliða í körfubolta. Sport 13.10.2005 19:27 « ‹ 194 195 196 197 198 199 200 201 202 … 219 ›
Tap fyrir Slóvenum Íslenska drengjalandsliðið í körfuknattleik tapaði fyrir Slóvenum með 18 stiga mun, 50-68, í milliriðli Evrópukeppni landsliða 16 ára og yngri en leikið er á Spáni. Hjörtur Hrafn Einarsson var stigahæstur, skoraði 14 stig og tók 7 fráköst. Íslendingar spila um 13.-16. sætið, mæta Belgum á laugardag og þurfa að vinna leikinn til þess að halda sæti sínu í A-deild keppninnar. Sport 13.10.2005 19:38
Shaq fær $100 millur næstu 5 árin Körfuboltasnillingurinn Shaquille O Neal komst í dag að samkomulagi við lið sitt í NBA deildinni, Miami Heat um nýjan 5 ára samning sem færir honum 100 milljónir dollara í laun á tímabilinu. O Neal er því launahæsti leikmaðurinn í deildinni og verður það að öllu óbreyttu a.m.k. næstu 2 tímabilin. Sport 13.10.2005 19:37
Detroit semur aftur við Darko Detroit Pistons hefur samið aftur við Serbann Darko Milicic og verður þessi 20 ára miðherji því áfram í herbúðum liðsins næstu tvö árin þrátt fyrir að hafa aðeins spilað í samtals 413 mínútur fyrstu tvö tímabil sín í NBA-deildinni. Milicic var valinn annar í nýliðavali NBA sumarið 2003. Sport 13.10.2005 19:36
41 stigs tap í fyrsta leiknum 16 ára landslið karla í körfubolta tapaði með 41 stigi fyrir Grikklandi, 89-48, í fyrsta leik í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða 16 ára og yngri sem nú fram fer á Spáni. Þetta er fyrsti leikur íslensks landsliðs í A-deild. Páll Fannar Helgason úr Val var stigahæstur með 12 stig en Keflvíkingurinn Þröstur Leó Jóhannsson skoraði 11 stig. Sport 13.10.2005 19:36
Ísland í öðru sæti Íslenska landsliðið í körfuknattleik pilta 18 ára og yngri hafnaði í 2. sæti í B-deild Evrópumótsins í Slóavkíu eftir ósigur fyrir Úkraínu með 82 stigum gegn 56 í úrslitaleiknum í dag. Í hálfleik var staðan 43-39 fyri Úkraínu. Brynjar Þór Björnsson skoraði 20 stig fyrir íslenska liðið og Pavel Ermolinskij 15. Sport 13.10.2005 19:34
18 ára og yngri í körfu í A deild Íslenska landsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri komst í gær upp í A deild. Íslendingar sigruðu Finna 86-71 í undanúrslitaleik í gær. Sport 13.10.2005 19:34
Flip Saunders nýr þjálfari Detroit Bandaríska NBA liðið Detroit Pistons réð í dag Flip Saunders sem þjálfara eftir að hafa sagt upp samningi við Larry Brown. Saunders þjálfaði Minnesota Timberwolves frá árinu 1995- 2005. Besti áragngur hans með Minnesota var þegar hann stýrði liðinu alla leið í úrslit Vesturstrandardeildarinnar árið 2004 þegar liðið tapaði fyrir L.A. Lakers. Sport 13.10.2005 19:33
Ísland í undanúrslit Íslenska landsliðið í körfuknattleik pilta 18 ára og yngri komst í dag í undanúrslit í B-deild Evrópu móts piltalandsliða í Slóvakíu, þegar liðið vann Úkraínu í háspennuleik með 71 stigi gegn 70. Úkraína og Ísland komust í undanúrlit, sem verða á laugardag, og sigurvegararnir í þeim leikjum vinna sér sæti í A-deild. Sport 13.10.2005 19:33
Páll góður gegn gömlu félögunum Grindvíkingar báru sigurorð af grönnum sínum í Njarðvík í úrslitaleik Bílavíkurmótsins í körfuknattleik í fyrrakvöld, 78-68, þar sem fyrrum leikmaður Njarðvíkur, Páll Kristinsson, var atkvæðamikill í liði Grindvíkinga. Sport 13.10.2005 19:33
Grindavík og Njarðvík mætast Grindavík og Njarðvík spila í dag til úrslita í Bílavíkurmótinu í körfubolta sem er fjögurra liða mót sem hefur farið fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík síðustu daga. Liðin hafa unnið báða leiki sína í mótinu gegn Keflavík og Fjölni og spila því um Bílavíkurbikarinn klukkan 20.30 í Njarðvík í kvöld. Keflavík og Fjölnir spila á undan um þriðja sætið. Sport 13.10.2005 19:33
Jón Arnór á Ítalíu næsta vetur Jón Arnór Stefánsson hefur gert eins árs samning við ítalska liðið Pompea Napoli en Jón Armór var hjá rússneska liðinu Dynamo St. Pétursborg á síðasta tímabili og varð meðal annars Evrópumeistari með liðinu. Þetta verður fimmta lið Jóns Arnórs á síðustu fimm árum. Sport 13.10.2005 19:32
Saunders mun taka við Pistons Flip Saunders mun verða næsti þjálfari Detroit Pistons, ef marka má nýjustu fréttir frá Bandaríkjunum, en Pistons hafa sem kunnugt er komist að samkomulagi við Larry Brown um að hætta og hafa gert við hann starfslokasamning. Sport 13.10.2005 19:33
Brown rekinn frá Detroit Larry Brown, þjálfara Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum, var vikið úr starfi í gærkvöldi. Brown átti þrjú ár eftir af samningi sínum en í nokkurn tíma hefur það legið fyrir að forystumenn Pistons-liðsins vildu losna við hann. Brown, sem er 64 ára, gerði Pistons að meisturum í fyrra og kom liðinu í úrslit í ár þar sem Pistons tapaði fyrir San Antonio Spurs. Sport 13.10.2005 19:33
Stórsigur Íslands Íslenska körfuknattleikslandsliðið skipað leikmönnum undir 18 ára vann stórsigur á Bosníu og Hersegóvínu, 75-56, á Evrópumótinu í Slóvakíu. Staðan í hálfleik var 43-22 Íslandi í vil. Stigahæstur íslenska liðsins var Brynjar Björnsson með 30 stig þar af sjö þriggja stiga körfur. Næstur honum var Hörður Axel Vilhjálmsson með 18 stig. Sport 13.10.2005 19:33
Grindavík vann Bílavíkurmótið Grindavík tryggði sér í kvöld sigur á Bílavíkurmótinu í körfubolta þegar liðið vann tíu stiga sigur á heimamönnum, 78-68, í úrslitaleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Fjölnismenn tryggðu sér þriðja sætið eftir 16 stiga sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 96-80 en Keflavík tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. Sport 13.10.2005 19:33
Weiss ráðinn þjálfari Seattle Gamla brýnið Bob Weiss hefur verið skipaður aðalþjálfari bandaríska körfuknattleiksliðins Seattle Supersonics, en hann hefur verið aðstoðarþjálfari liðins í 11 ár. Weiss, sem er 63 ára, tekur við af Nate McMillan, sem fór til Portland Trailblazers í sumar. Weiss var eitt sinn aðstoðarþjálfari bandaríska landsliðsins. Sport 13.10.2005 19:32
Grindavík og Njarðvík unnu aftur Njarðvík og Grindavík hafa unnið báða leiki sína í Bílavíkurmótinu í körfubolta sem nú fer fram í Ljónagryfjuni. Njarðvík vann nágranna sína í Keflavík 90-80 í kvöld og Grindavík vann 30 stiga sigur á Fjölnir, 116-86. Páll Axel Vilbergsson skoraði 43 stig og 9 þriggja stiga körfur í kvöld. Liðin mætast í úrslitaleik á lokadegi mótsins á morgun. Sport 13.10.2005 19:32
Ísland missti leikinn frá sér Íslenska 18 ára landsliðið mátti sætta sig við fjögurra stiga tap, 67-71, fyrir Austurríki í fyrsta leik í sínum í milliriðli Evrópumóts U-18 í Ruzomberok í Slóvakíu. íslenska liðið leiddi með 15 stigum í hálfleik, 40-25, og náði best 20 stiga forskot í leiknum. Pavel Ermolinskij var atkvæðamestur með 20 stig, 17 fráköst og 8 stoðsendingar. Sport 13.10.2005 19:32
Pallarnir báðir í fínu formi Páll Axel Vilbergsson og Páll Kristinsson fundu sig vel í sínum fyrsta leik saman fyrir Grindavík en liðið vann 34 stiga sigur á Keflavík, 107-73, í fyrstu umferð Bílavíkurmótsins í gærkvöldi. Páll Axel var með 30 stig og Páll kristinsson bætti við 22 stigum og 14 fráköst. Báðir áttu þeir síðan 5 stoðsendingar. Sport 13.10.2005 19:32
Brown hættur að þjálfa Detroit Larry Brown, sem stýrði Detroit Pistons til meistaratitils í fyrra og í úrslitin í ár, hefur komist að samkomulagi við stjórn félagsins um að láta af störfum, samkvæmt nýjustu fréttum frá Bandaríkjunum. Brown hafði verið í löngum samningaviðræðum við Pistons undanfarna daga, en nú er talið líklegt að félagið kaupi hann út úr þeim þremur árum sem eftir eru af samningi hans. Sport 13.10.2005 19:32
Endalaus óheppni Helga Jónasar Helgi Jónas Guðfinnsson er einn allra besti leikstjórnandi á Íslandi en undanfarin ár hafa þrálát bakmeiðsli gert honum lífið leitt og því hefur hann ekki geta spilað að fullu með liði sínu. Sport 13.10.2005 19:32
Njarðvík sigraði Fjölni Njarðvík sigraði Fjölni 89-71 í Bílavíkurmótinu í körfubolta sem fram fer í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Staðan í hálfleik var 49-40 gestgjöfunum í vil. Friðrik Stefánsson var stigahæstur heimamanna með 25 og næstur kom Jóhann Á Ólafsson með 23 stig. Í liðið Grafarvogspilta var Magnús Pálsson stigahæstur með 21 stig. Sport 13.10.2005 19:32
Sigur á Finnum Íslendingar mættu Finnum <font face="Arial" size="2">á EM U-18 karla í körfubolta í Ruzomberok í Slóvakíu. Íslendingar sigruðu 75-68 eftir að hafa leitt 40-27 í hálfleik, og tryggðu sér þar með sigur í riðlinum. Pavel Ermolinskij var stighæstur Íslendinga með 22 stig (10 fráköst), Árni Ragnarsson var með 14 stig og Brynjar Þór Björnsson með 13 stig (9/9 á vítalínunni).</font> Sport 13.10.2005 19:32
Góður sigur U-18 í körfunni Íslenska 18 ára körfuboltalandsliðið vann Makedóníu 79-69 í öðrum leik sínum í B-hluta Evrópukeppni U-18 ára landsliða pilta í Ruzomberkok í Slóvakíu í gær. Sport 13.10.2005 19:31
Snæfell fær liðsstyrk Snæfellingar í Stykkishólmi hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir átökin í úrvalsdeildinni á næsta ári, því þeir hafa nú gengið frá samningi við tvo serbneska leikmenn. Sport 13.10.2005 19:31
Divac hættur vegna meiðsla Serbneski miðherjinn hjá Los Angeles, Vlade Divac er hættur vegna bakmeiðsla. Divac kom fyrst inn í NBA deildina frá Partizan Belgrad árið 1989 og lék með Lakersum hríð áður en hann gekk til liðs við Sacramento Kings. Þar eyddi hann bestu árum sínum í NBA deildinni áður en hann gekkk aftur til liðs við Lakers fyrir síðasta tímabil. Sport 13.10.2005 19:31
Shaq líklega áfram hjá Miami Viðræður forráðamanna NBA liðsins Miami Heat við aðalstjörnu sína Shaquille O´Neal ganga vel að sögn Pat Riley</person /> yfirmanns körfuboltamála hjá Miami. Shaq leiddi Miami til úrslita í Austurströndinni en liðið tapaði fyrir Detroit í sjö leikjum. Sport 13.10.2005 19:30
Ísland tapaði fyrir Slóvakíu Ísland tapaði fyrir Slóvakíu med 27 stiga mun 59-86 í gær á Evrópumóti 20 ára og yngri í körfuknattleik en leikið er í Búlgaríu. Strákarnir leika gegn Pólverjum í kvöld. Sport 13.10.2005 19:29
Keflavík til Úkraínu og Finnlands Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfuknattleik leika í riðli með Lappeenranta frá Finnlandi og Sumihimprom frá Úkraínu í áskorendakeppni Evrópu í haust. Keflvíkingar leika fyrri leikina ytra. Sport 13.10.2005 19:27
Dregið í Evrópukeppninni í körfu Karlalið Keflavíkur og kvennalið Hauka eiga erfið verkefni fyrir höndum í haust, en um helgina var dregið í riðla í Evrópukeppni félagsliða í körfubolta. Sport 13.10.2005 19:27