Körfubolti

Fréttamynd

Ítalir, Grikkir og Tyrkir áfram

Ítalir, Grikkir og Tyrkir tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitunum á HM í körfubolta sem fram fer í Japan. Áður höfðu Bandaríkjamenn tryggt sæti sitt þar, en öll fjögur liðin hafa unnið sigra í þremur fyrstu leikjum sínum á mótinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Auðvelt hjá Bandaríkjamönnum

Bandaríkjamenn tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitunum á HM í körfubolta þegar þeir lögðu Slóvena nokkuð örugglega í Sapporo 114-95. Sigur Bandaríkjamanna var aldrei í hættu í dag en á morgun mætir liðið sterku liði Ítala sem er taplaust í keppninni til þessa. Dwyane Wade var stigahæstur Bandaríkjamanna með 20 stig, LeBron James skoraði 19 stig og Elton Brand skoraði 16 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Spánverjar í góðum málum

Spánverjar tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitunum á HM í körfubolta sem fram fer í Japan með öruggum 92-71 sigri á Þjóðverjum í dag. Spánverjar hafa unnið alla þrjá leiki sína á mótinu til þessa, en Þjóðverjar ættu að komast áfram þrátt fyrir tapið. Liðið hefur unnið tvo leiki og tapað einum.

Körfubolti
Fréttamynd

Öruggt hjá Bandaríkjamönnum

Bandaríkjamenn unnu auðveldan sigur á Kínverjum 121-90 í öðrum leik sínum á HM í körfubolta sem fram fer í Japan um þessar mundir. Dwyane Wade skoraði 26 stig fyrir bandaríska liðið og þeir Carmelo Anthony og Dwight Howard skoruðu 16 hvor. Yao Ming skoraði 21 stig fyrir Kínverja, sem hafa tapað báðum leikjum sínum illa á mótinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Ginobili tryggði heimsmeisturunum sigur

Bakvörðurinn snjalli Manu Ginobili var maðurinn á bak við sigur heimsmeistara Argentínu á Frökkum 80-70 í opnunarleik liðanna á HM sem fram fer í Japan. Ginobili skoraði 25 stig fyrir lið Argentínu og Andres Nocioni skoraði 18 stig, en franska liðið var án Tony Parker sem er fingurbrotinn og tekur ekki þátt í mótinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Mourning framlengir við Miami

Miðherjinn Alonzo Mourning hefur skrifað undir eins árs samning um að leika með NBA meisturum Miami Heat á næstu leiktíð, en hann tilkynnti fyrir nokkru að hann ætlaði sér að spila eitt ár í viðbót áður en hann leggði skóna á hilluna. Mourning var lykilmaður hjá liði Miami í fyrra þegar hann var varamaður Shaquille O´Neal.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigur í fyrsta leik hjá Bandaríkjamönnum

Lið Bandaríkjanna vann sinn fyrsta leik á HM í körfubolta þegar það lagði lið Portó Ríkó 111-100. Bandaríkjamennirnir voru í bullandi vandræðum í fyrri hálfleik og lentu þá undir í leiknum, en sigur þeirra var nokkuð öruggur þegar upp var staðið. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði BNA með 21 stig og þeir LeBron James og Kirk Hinrich skoruðu 15 stig hvor. Chris Paul skoraði 11 stig, gaf 9 stoðsendingar og stal 5 boltum.

Körfubolti
Fréttamynd

Tony Parker fingurbrotinn og missir af HM

Leikstjórnandinn Tony Parker getur ekki leikið með Frökkum á HM í körfubolta sem hefst í Japan á morgun eftir að í ljós kom að hann er fingurbrotinn. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir franska landsliðið sem mætir gríðarlega sterku liði Argentínu strax í fyrsta leik sínum á morgun. Parker hefur þegar verið beðinn um að snúa aftur í herbúðir San Antonio Spurs í Bandaríkjunum, þar sem hann mun fá læknismeðferð.

Körfubolti
Fréttamynd

James, Wade og Anthony fyrirliðar

Mike Krzyzewski, þjálfari körfuboltalandsliðs Bandaríkjanna, hefur útnefnt þá LeBron James, Dwyane Wade og Carmelo Anthony sem fyrirliða liðsins á HM sem hefst í Japan á morgun. Þremenningarnir komu allir inn í NBA deildina árið 2003 og eru stigahæstu leikmenn bandaríska liðsins í þeim fimm undirbúningsleikjum sem það hefur spilað að undanförnu.

Körfubolti
Fréttamynd

Bruce Bowen fer ekki á HM

Varnarjaxlinn Bruce Bowen frá San Antonio Spurs fékk það leiðinlega hlutskipti í gær að verða síðasti maðurinn sem ekki náði inn í landsliðshóp Bandaríkjamanna fyrir HM í körfubolta sem hefst í Japan um helgina. Það er því ljóst hvaða 12 menn skipa bandaríska landsliðið að þessu sinni, en liðið hefur ekki orðið heimsmeistari síðan 1994.

Sport
Fréttamynd

Klárar samfélagsþjónustu vegna uppþotsins í Detroit

Villingurinn Ron Artest er nú að klára samfélagsþjónustuna sem hann var dæmdur til að gegna eftir að eiga upptökin af einu versta uppþoti í bandarískri íþróttasögu í nóvember árið 2004. Artest segir atvikið heyra sögunni til og á engar óuppgerðar sakir við manninn sem hann réðist á í áhorfendastæðunum í Detroit forðum.

Sport
Fréttamynd

Bandaríkjamenn völtuðu yfir Suður-Kóreu

Bandaríkjamenn spiluðu í gærkvöld sinn síðasta undirbúningsleik fyrir HM í Japan sem hefst á laugardag þegar þeir völtuðu yfir Suður-Kóreu 116-63 í Seúl. Bandaríska liðið hefur því unnið alla fimm undirbúningsleiki sína fyrir mótið. LeBron James var stigahæstur í liði Bandaríkjamanna með 23 stig, þar af 19 í fyrri hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Gaf rúman milljarð króna til spítala í Kongó

Körfuboltamaðurinn Dikembe Mutombo sem leikið hefur í NBA í 15 ár hefur lagt til rúman milljarð króna til að koma á fót stóru sjúkrahúsi í heimaborg sinni Kinshasa í Kongó. Sjúkrahúsið verður skírt í höfuðið á móður Mutombo sem lést árið 1997 og mun hýsa um 300 sjúkrarúm.

Sport
Fréttamynd

Drew Gooden semur við Cleveland

Framherjinn Drew Gooden hefur framlengt samning sinn við NBA-lið Cleveland Cavaliers til þriggja ára og hefur þar með bundið enda á miklar vangaveltur sem verið höfðu um framtíð hans. Talið er að Gooden muni fá um 23 milljónir dollara fyrir samning sinn og hefur forráðamönnum Cleveland nú tekist að framlengja samninga allra lykilmanna sinna á síðustu tveimur árum.

Sport
Fréttamynd

Gilbert Arenas fer ekki á HM

Forráðamenn bandaríska landsliðsins í körfubolta tilkynntu í dag að bakvörðurinn Gilbert Arenas frá Washington Wizards muni ekki spila með liðinu á HM í Japan sem hefst 19. ágúst nk, eftir að hann tognaði á nára á æfingu í morgun.

Sport
Fréttamynd

Íhugar framboð

Hinn litríki Charles Barkley, sem var einn besti leikmaður NBA deildarinnar á síðasta áratug, íhugar nú að fara í framboð til ríkisstjóra í heimafylki sínu Alabama í Bandaríkjunum. "Ég er kannski ríkur eins og repúblikani, en það þýðir ekki að ég sé hægrimaður," sagði Barkley og bætti við að Alabama þyrfti á aðstoð sinni að halda í framtíðinni.

Sport
Fréttamynd

Allen Iverson verður áfram hjá Philadelphia

Mikið hefur verið rætt um framtíð stigaskorarans mikla Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers í sumar og margir töldu nú eða aldrei fyrir leikmanninn að skipta um lið. Eftir tveggja stunda langan fund með eiganda 76ers í gær hefur leikmaðurinn hinsvegar gefið það út að hann muni ekki fara frá félaginu og eigandi þess segist ekki ætla að reyna að skipta honum í burtu.

Sport
Fréttamynd

Al Harrington sagður á leið til Indiana

Heimildarmaður ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum segir að aðeins eigi eftir að ganga frá smáatriðum svo framherjinn sterki Al Harrington geti gengið í raðir Indiana Pacers. Harrington hefur leikið með Atlanta Hawks undanfarin ár, en virðist nú vera aftur á leið til liðsins sem tók hann í nýliðavalinu árið 1998.

Sport
Fréttamynd

Shawn Kemp handtekinn enn á ný

Fyrrum stjörnuleikmaðurinn Shawn Kemp var handtekinn af lögreglu í Houston í dag eftir að lögreglumaður stöðvaði hann fyrir að aka um á númerslausum bíl. Við nánari athugun fannst sterk lykt af eiturlyfjum í bílnum og í ljós komu nokkur grömm af marijúana sem Kemp hafði falin í fórum sínum.

Sport
Fréttamynd

Seattle-liðin seld

Hópur fjárfesta frá Oklahoma City hefur fest kaup á NBA-liði Seattle Supersonics og kvennaliðinu Seattle Storm. Nýju eigendunum hefur verið gefinn eins árs frestur til að ná samningum um endurbætur eða byggingu nýrrar íþróttahallar í Seattle, ella verði liðin flutt frá borginni.

Sport
Fréttamynd

Mourning áfram hjá Miami

Miðherjinn Alonzo Mourning hefur undirritað eins árs framlengingu á samningi sínum við NBA-meistara Miami Heat. Samningurinn verður upp á algjöra lágmarksupphæð og sagðist Mourning byggja ákvörðun sína á því hversu vænt honum þætti um stuðningsmenn liðsins.

Sport
Fréttamynd

Kobe Bryant líklega út úr myndinni

Nokkur skörð hafa verið höggvin í bandaríska landsliðshópinn í körfubolta sem undirbýr sig nú fyrir heimsmeistaramótið í Japan sem hefst í lok næsta mánaðar. Kobe Bryant mun að öllum líkindum missa af keppninni eftir að hafa þurft að gangast undir minniháttar aðgerð á hné, en áður höfðu þeir JJ Redick (bakmeiðsli), Lamar Odom (persónulegar ástæður) og Paul Pierce (uppskurður á öxl) dregið sig úr hópnum.

Sport
Fréttamynd

Paul Pierce framlengir við Boston

Hið fornfræga NBA lið Boston Celtics hefur náð samkomulagi við stórstjörnuna Paul Pierce um að framlengja samning sinn við félagið til þriggja ára. Talið er að samningur þessi sem gildir út árið 2008 muni tryggja Pierce tæpar 60 milljónir dollara á samningstímanum, en deildin á þó enn eftir að samþykkja þessa ráðstöfun.

Sport
Fréttamynd

Mike James til Minnesota

Leikstjórnandinn Mike James skrifaði í gærkvöld undir samning við lið Minnesota Timberwolves í NBA deildinni, en James var með lausa samninga hjá Kanadaliði Toronto Raptors. James þótti minni spámaður í deildinni allt þar til í fyrravetur, þegar hann sprakk út með Toronto og skoraði yfir 20 stig að meðaltali í leik og var á meðal efstu manna í deildinni í 3ja stiga skotnýtingu.

Sport
Fréttamynd

Kirk Hinrich í hópinn í stað Redick

Leikstjórnandinn Kirk Hinrich hefur verið valinn í bandaríska landsliðshópinn í körfubolta í stað stórskyttunnar JJ Redick sem er meiddur og þurfti að hætta við að fara í æfingabúðir með liðinu. Bandaríkjamenn eru nú á fullu að undirbúa lið sitt fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Japan í næsta mánuði, þar sem liðið leikur í riðli með Ítölum, Porto Rikó, Slóvenum, Kínverjum og Senegölum.

Sport
Fréttamynd

Sam Cassell framlengir við Clippers

Leikstjórnandinn Sam Cassell hefur framlengt samning sinn við Los Angeles Clippers um tvö ár, en ekki hefur verið gefið upp hvað hann fær í aðra hönd fyrir samninginn. Þó Cassell sé fyrir nokkru kominn af léttasta skeiði sem leikmaður, skoraði hann rúm 17 stig og gaf 6 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Clippers á síðasta vetri. Það sem meira er tók hann að sér leiðtogahlutverk í liðinu og leiddi það til besta árangurs síns í yfir þrjá áratugi.

Sport
Fréttamynd

Wade framlengir við Miami

Verðmætasti leikmaður NBA-úrslitanna í vor, Dwyane Wade hjá Miami, hefur framlengt samning sinn við félagið um þrjú ár líkt og LeBron James hjá Cleveland gerði á dögunum. Flestir bjuggust við að Wade skrifaði undir fimm ára samning, en líta má á samningur þessi sé langtímafjárfesting fyrir leikmanninn.

Sport
Fréttamynd

LeBron James skrifar undir styttri samning

Stórstjarnan LeBron James undirritar í kvöld nýjan samning við Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni, en samningur hans verður þó nokkuð frábrugðinn þeim samningi sem félagar hans Carmelo Anthony og Dwyane Wade úr nýliðaárgangnum 2003 skrifuðu undir á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Krefur Jordan og Nike um 60 milljarða

Maður nokkur að nafni Allen Heckard í Oregon-fylki í Bandaríkjunum hefur nú farið í skaðabótamál við Michael Jordan og Nike íþróttavöruframleiðandann, því hann segist vera orðinn hundleiður á því að fólk ruglist á honum og körfuboltastjörnunni fyrrverandi. Maðurinn fer fram á tæpa 60 milljarða króna í skaðabætur fyrir það sem hann kallar daglega pínu undanfarin 15 ár.

Sport
Fréttamynd

LeBron James framlengir við Cleveland

Stuðningsmenn Cleveland Cavaliers vörpuðu öndinni léttar í gær þegar félagið gaf það út að ungstirnið LeBron James hefði samþykkt að framlengja samning sinn um fimm ár. James fær fyrir vikið um 80 milljónir dollara í laun á samningstímanum, en áður höfðu þeir Dwyane Wade og Carmelo Anthony úr 2003 árgangi nýliða samþykkt hliðstæða samninga hjá liðum sínum. James undirritar nýja samninginn formlega á miðvikudaginn.

Sport