Körfubolti Jón Arnór skoraði sigurkörfu Roma Jón Arnór Stefánsson var hetja liðs síns Lottomatica Roma í gærkvöld þegar hann tryggði liði sínu sigurinn á Montepaschi Siena í framlengdum leik í ítölsku úrvalsdeildinni. Roma sigraði 84-82 með körfu Jóns í lok framlengingar, en hann skoraði aðeins 4 stig í leiknum. Körfubolti 19.3.2007 16:02 Ron Artest: Ég hef brugðist Fimm dögum eftir að hafa verið handtekinn vegna gruns um að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi hefur leikmaður Sacramento í NBA-deildinni, beðist afsökunar á framferði sínu. Artest segist hafa brugðist hlutverki sínu, sem eiginmaður, faðir og leikmaður Sacramento, og biður um fyrirgefningu. Körfubolti 11.3.2007 14:49 12. sigur San Antonio í röð San Antonio Spurs er á fljúgandi siglingu í NBA-deildinni um þessar mundir og í nótt vann liðið sinn 12. sigur í röð þegar það lagði New Jersey af velli á heimavelli, 93-77. Eins og svo oft áður var það liðsheildin sem skóp sigur San Antonio, en allir þeir 12 leikmenn sem voru á skýrslu liðsins náðu að skora stig í leiknum. Körfubolti 11.3.2007 10:17 Rasheed Wallace: Það þýðir ekkert að sekta mig Vandræðagemlingurinn Rasheed Wallace hjá Detroit Pistons hefur sent þau skilaboð til forráðamanna NBA-deildarinnar að það þýði ekkert að sekta sig eða setja sig í leikbann – hann muni ekki breyta leikstíl sínum. Wallace, sem er þekktur fyrir sorakjaft í leikjum Detroit, segist eiga nóg af peningum til að borga sínar sektir. Körfubolti 10.3.2007 17:42 Shaq stendur sig vel í fjarveru Wade Tröllið Shaquille O´Neal hjá Miami lék einn sinn besta leik á tímilinu í nótt þegar meistarar Miami lögðu Minnesota í NBA-deildinni í nótt, 105-91. O´Neal skoraði 32 stig, þar af 15 í fyrsta fjórðung, og hitti úr 13 af 16 skotum sínum í leiknum. Körfubolti 10.3.2007 12:47 Ellefu sigrar í röð hjá Spurs í NBA-deildinni Manu Ginobili skoraði 31 stig, þar af fimm þriggja stiga kröfur, þegar San Antonio Spurs vann Sacramento Kings 100-93 í NBA-deildinni í nótt. Þetta var ellefti sigur Spurs í röð í deildinni. Körfubolti 9.3.2007 10:21 Jón Arnór aftur traustur í lokin Körfubolti Jón Arnór Stefánsson hitti úr tveimur úrslitavítaskotum á lokasekúndunum í 78-77 útisigri Lottomatica Roma á VidiVici Bologna í ítalska körfuboltanum. Körfubolti 5.3.2007 23:23 Endurkoma Mings dugði ekki gegn Cleveland Endurkoma Kínverjans Yaos Ming í lið Houston Rockets eftir meiðsli dugði liðinu ekki því það tapaði fyrir Cleveland Cavaliers 91-85 í NBA-deildinni í gær. Ming skoraði 16 stig í leiknum og tók 11 fráköst en LeBron James skyggið á hann með 32 stig og 12 fráköst í liði Cleveland. Körfubolti 6.3.2007 09:15 Radmanovic laug til um meiðsli Vladimir Radmanovic, framherji LA Lakers, sagði ósatt þegar hann útskýrði fyrir forráðamönnum félagsins hvernig hann hefði hlotið axlarmeiðslin sem hann varð fyrir um síðustu helgi. Radmanovic sagðist hafa dottið en sannleikurinn er að hann datt á snjóbretti. Hann verður frá í tvo mánuði og má búast við sekt frá félaginu fyrir uppátækið. Körfubolti 26.2.2007 13:03 Detroit vann Chicago í endurkomu Ben Wallace Detroit lagði Chicago af velli í NBA-deildinni í nótt, 95-93, í leik sem hafði verið beðið eftir með nokkur eftirvæntingu þar sem Ben Wallace, fyrrum leikmaður Detroit, var að snúa aftur til Motown-borgarinnar í fyrsta sinn frá því að hafa gengið í raðir Chicago fyrir tímabilið. Chris Webber, arftaki Wallace hjá Detroit, tryggði liði sínu sigur á lokasekúndunum. Körfubolti 26.2.2007 11:00 Sögulegur árangur Dallas Dallas varð í nótt fjórða liðið í sögu NBA til að vinna yfir 10 leiki í röð á þremur mismunandi tímabilum á leiktíð. Dallas vann Denver í nótt og var það 11. sigurleikur liðsins í röð en fyrr í vetur hafði liðið náð að vinna 12 og 13 leiki í röð. Ef mið er tekið af sögunni á Dallas meistaratitilinn næsta vísan. Körfubolti 25.2.2007 18:15 Ellefti sigur Dallas í röð Dirk Nowitzki var frábær fyrir Dallas í nótt þegar liðið bar sigurorð af Denver í NBA-deildinni, 115-95. Nowitzki skoraði 31 stig, hirti 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í þessum ellefta sigurleik Dallas í röð. Enn fremur var sigurinn sá 19. í röð á heimavelli. Körfubolti 25.2.2007 11:34 Kidd með þrefalda tvennu Jason Kidd lét brákað rifbein ekki stöðva sig í viðureign New Jersey gegn Sacramento í NBA-deildinni í nótt heldur náði hann sinni níundu þreföldu tvennu á leiktíðinni í 109-96 sigri sinna manna. Þetta var í 84. skiptið á ferlinum sem Kidd nær þrefaldri tvennu. Fjölmargir leikir fóru fram í NBA í nótt. Körfubolti 24.2.2007 12:30 Naumur sigur Wizards á Kings Þrír leikir voru í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöld þar sem Washington Wizards unnu meðal annars mjög nauman sigur á Sacramento Kings, 109-106. Nokkrar deilur urðu í lok leiksins þar sem Kings töldu að John Salmons hefði jafnað leikinn með flautukörfu. Körfubolti 23.2.2007 09:17 Roma tapaði fyrir Tel Aviv Jón Arnór Stefánsson og félagar í ítalska liðinu Lottomatica Roma töpuðu í kvöld fyrir Maccabi Tel Aviv á heimavelli í Meistaradeildinni í körfubolta 71-69. Jón Arnór spilaði 14 mínútur í leiknum og skoraði 4 stig. Körfubolti 22.2.2007 22:01 Hardaway úti í kuldanum Ummælin sem Tim Hardaway lét falla í gær um John Amaechi og annað samkynheigt fólk hafa vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Hardaway hefur verið útilokaður frá allri kynningarstarfsemi í kringum stjörnuleik NBA sem fram fer á sunnudaginn. Amaechi sjálfur segir orð Hardaway vera lituð hatri í garð samfélags samkynheigðra. Körfubolti 16.2.2007 13:58 Dallas marði sigur á Houston Dallas vann sinn níunda leik í röð í NBA-deildinni þegar liðið bar sigurorð af Houston í nótt. Bakvörðurinn Jason Terry var maðurinn á bakvið sigur Dallas, en hann skoraði mikilvægar körfur á lokamínútum leiksins. Cleveland lagði LA Lakers í hinum leik næturinnar en nú verður gert hlé á deildarkeppninni vegna stjörnuleiksins sem fram fer á sunnudag. Körfubolti 16.2.2007 12:40 Fín byrjun hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir ítalska liðið Lottomatica Roma þegar það vann góðan sigur á franska liðinu Pau Orthez í Evrópudeildinni 78-68. Jón skoraði 11 stig og stal tveimur boltum á aðeins 16 mínútum í leiknum og það er ekki amaleg byrjun hjá kappanum sem var varla búinn að taka upp úr töskunum eftir félagaskiptin frá Spáni. Körfubolti 14.2.2007 22:36 Jón Arnór til Rómar Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson sem leikið hefur með Valencia á Spáni í vetur hefur náð samningi við ítalska körfuboltaliðið Lottomatica Roma á Ítalíu og vonir standa til um að hann verði klár í slaginn með liðinu í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Körfubolti 12.2.2007 16:28 Cuban ósáttur við ummæli Wade Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni, og Avery Johnson, þjálfari liðsins, verja Dirk Nowitzki af öllum mætti eftir að Dwayne Wade, leikmaður Miami, gagnrýndi þýska leikmanninn fyrir skort á leiðtogahæfileikum. Cuban og Johnson skjóta föstum skotum að Wade og segja honum að líta í eigin barm. Körfubolti 11.2.2007 16:26 Carmelo Anthony valinn í stjörnuleikinn Vandræðagemlingurinn Carmelo Anthony hefur verið valinn í lið Vesturdeildarinnar sem tekur þátt í stjörnuleik NBA-deildarinnar þann 18. febrúar næstkomandi. Það var framkvæmdastjóri deildarinnar, sjálfur David Stern, sem valdi Anthony í leikinn vegna meiðsla Carlos Boozer. Körfubolti 11.2.2007 16:21 Sjötti sigur Detroit í röð Rasheed Wallace spilaði líklega sinn besta leik á tímabilinu og leiddi Detroit til sigurs gegn Toronto í NBA-deildinni í nótt, 98-92. Þetta var sjötti sigurleikur Detroit í röð en Toronto hefur hins vegar tapað síðustu átta leikjum sínum gegn Detroit. Körfubolti 11.2.2007 12:41 Boston Celtics sett nýtt félagsmet Boston Celtics setti nýtt félagsmet í NBA-deildinni í nótt með því að tapa 17. leik sínum í röð. Í þetta sinn steinlá liðið á heimavelli fyrir New Jersey, 92-78, þrátt fyrir að Paul Pierce, helsta stjarna liðsins, hafi spilað með liðinu á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Fjölmargir leikir fóru fram í NBA í nótt. Körfubolti 10.2.2007 12:10 Fimm sigrar í röð hjá Pistons Þrír leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöld. Detroit Pistons sigraði Los Angeles Lakers 93-78 en þetta var fimmti sigurleikur Pistons í röð. Körfubolti 9.2.2007 10:20 Kobe Bryant funheitur gegn Boston Celtics Kobe Bryant skoraði 43 stig, átti átta stoðsendingar og hirti átta fráköst þegar erkifjendurnir Los Angeles Lakers og Boston Celtics mættust í NBA-deildinni í gærkvöld. Lakers fóru með sigur af hólmi, 111-98. Körfubolti 1.2.2007 09:47 Finley skoraði flautukörfu gegn LA Lakers Michael Finley skoraði þriggja-stiga körfu og tryggði San Antonio 96-94 sigur á LA Lakers þegar 1,3 sekúndur voru eftir í leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Phoenix gefur ekkert eftir og vann sinn 17. sigur í röð. Körfubolti 29.1.2007 11:43 Sagan er með Phoenix Phoenix Suns er óumdeilanlega heitasta liðið í NBA-deildinni um þessar mundir og hefur nú unnið 16 leiki í röð. Sú sigurhrina fer í sögubækur NBA sem sú sjötta besta frá upphafi. Miðað við tölfræðina bendir margt til þess að Phoenix verði meistarar þegar uppi er staðið í haust. Körfubolti 28.1.2007 16:29 Chicago með gott tak á Miami Meistarar Miami töpuðu í þriðja sinn á tímabilinu fyrir Chicago í nótt, 100-97. þar sem Shaquille O'Neal lék ekki með. Kirk Hinrich spilaði frábæra vörn á Dwayne Wade og Miami tapaði í fimmta sinn í síðustu sex leikjum. Körfubolti 28.1.2007 12:27 Phoenix setti félagsmet Phoenix setti nýtt félagsmet í nótt með 16. sigri sínum í röð í NBA-deildinni. Það var Milwaukee sem lá í valnum í nótt, en allir byrjunarliðsleikmenn Pheonix í leiknum skoruðu yfir 10 stig. Shaquille O´Neal byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Miami í langan tíma, en hafði ekki þau áhrif sem vonast var eftir á lið sitt. Körfubolti 27.1.2007 12:15 Papaloukas leikmaður ársins í Evrópu Gríski leikstjórnandinn Theo Papaloukas hjá CSKA Moskvu var í dag kjörinn körfuboltamaður ársins í Evrópu nokkuð óvænt, en hann hafði þar með betur gegn besta manni heimsmeistaramótsins Pau Gasol og hinum frábæra Dirk Nowitzki, sem er einhver besti körfuboltamaður heimsins. Körfubolti 26.1.2007 20:23 « ‹ 165 166 167 168 169 170 171 172 173 … 219 ›
Jón Arnór skoraði sigurkörfu Roma Jón Arnór Stefánsson var hetja liðs síns Lottomatica Roma í gærkvöld þegar hann tryggði liði sínu sigurinn á Montepaschi Siena í framlengdum leik í ítölsku úrvalsdeildinni. Roma sigraði 84-82 með körfu Jóns í lok framlengingar, en hann skoraði aðeins 4 stig í leiknum. Körfubolti 19.3.2007 16:02
Ron Artest: Ég hef brugðist Fimm dögum eftir að hafa verið handtekinn vegna gruns um að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi hefur leikmaður Sacramento í NBA-deildinni, beðist afsökunar á framferði sínu. Artest segist hafa brugðist hlutverki sínu, sem eiginmaður, faðir og leikmaður Sacramento, og biður um fyrirgefningu. Körfubolti 11.3.2007 14:49
12. sigur San Antonio í röð San Antonio Spurs er á fljúgandi siglingu í NBA-deildinni um þessar mundir og í nótt vann liðið sinn 12. sigur í röð þegar það lagði New Jersey af velli á heimavelli, 93-77. Eins og svo oft áður var það liðsheildin sem skóp sigur San Antonio, en allir þeir 12 leikmenn sem voru á skýrslu liðsins náðu að skora stig í leiknum. Körfubolti 11.3.2007 10:17
Rasheed Wallace: Það þýðir ekkert að sekta mig Vandræðagemlingurinn Rasheed Wallace hjá Detroit Pistons hefur sent þau skilaboð til forráðamanna NBA-deildarinnar að það þýði ekkert að sekta sig eða setja sig í leikbann – hann muni ekki breyta leikstíl sínum. Wallace, sem er þekktur fyrir sorakjaft í leikjum Detroit, segist eiga nóg af peningum til að borga sínar sektir. Körfubolti 10.3.2007 17:42
Shaq stendur sig vel í fjarveru Wade Tröllið Shaquille O´Neal hjá Miami lék einn sinn besta leik á tímilinu í nótt þegar meistarar Miami lögðu Minnesota í NBA-deildinni í nótt, 105-91. O´Neal skoraði 32 stig, þar af 15 í fyrsta fjórðung, og hitti úr 13 af 16 skotum sínum í leiknum. Körfubolti 10.3.2007 12:47
Ellefu sigrar í röð hjá Spurs í NBA-deildinni Manu Ginobili skoraði 31 stig, þar af fimm þriggja stiga kröfur, þegar San Antonio Spurs vann Sacramento Kings 100-93 í NBA-deildinni í nótt. Þetta var ellefti sigur Spurs í röð í deildinni. Körfubolti 9.3.2007 10:21
Jón Arnór aftur traustur í lokin Körfubolti Jón Arnór Stefánsson hitti úr tveimur úrslitavítaskotum á lokasekúndunum í 78-77 útisigri Lottomatica Roma á VidiVici Bologna í ítalska körfuboltanum. Körfubolti 5.3.2007 23:23
Endurkoma Mings dugði ekki gegn Cleveland Endurkoma Kínverjans Yaos Ming í lið Houston Rockets eftir meiðsli dugði liðinu ekki því það tapaði fyrir Cleveland Cavaliers 91-85 í NBA-deildinni í gær. Ming skoraði 16 stig í leiknum og tók 11 fráköst en LeBron James skyggið á hann með 32 stig og 12 fráköst í liði Cleveland. Körfubolti 6.3.2007 09:15
Radmanovic laug til um meiðsli Vladimir Radmanovic, framherji LA Lakers, sagði ósatt þegar hann útskýrði fyrir forráðamönnum félagsins hvernig hann hefði hlotið axlarmeiðslin sem hann varð fyrir um síðustu helgi. Radmanovic sagðist hafa dottið en sannleikurinn er að hann datt á snjóbretti. Hann verður frá í tvo mánuði og má búast við sekt frá félaginu fyrir uppátækið. Körfubolti 26.2.2007 13:03
Detroit vann Chicago í endurkomu Ben Wallace Detroit lagði Chicago af velli í NBA-deildinni í nótt, 95-93, í leik sem hafði verið beðið eftir með nokkur eftirvæntingu þar sem Ben Wallace, fyrrum leikmaður Detroit, var að snúa aftur til Motown-borgarinnar í fyrsta sinn frá því að hafa gengið í raðir Chicago fyrir tímabilið. Chris Webber, arftaki Wallace hjá Detroit, tryggði liði sínu sigur á lokasekúndunum. Körfubolti 26.2.2007 11:00
Sögulegur árangur Dallas Dallas varð í nótt fjórða liðið í sögu NBA til að vinna yfir 10 leiki í röð á þremur mismunandi tímabilum á leiktíð. Dallas vann Denver í nótt og var það 11. sigurleikur liðsins í röð en fyrr í vetur hafði liðið náð að vinna 12 og 13 leiki í röð. Ef mið er tekið af sögunni á Dallas meistaratitilinn næsta vísan. Körfubolti 25.2.2007 18:15
Ellefti sigur Dallas í röð Dirk Nowitzki var frábær fyrir Dallas í nótt þegar liðið bar sigurorð af Denver í NBA-deildinni, 115-95. Nowitzki skoraði 31 stig, hirti 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í þessum ellefta sigurleik Dallas í röð. Enn fremur var sigurinn sá 19. í röð á heimavelli. Körfubolti 25.2.2007 11:34
Kidd með þrefalda tvennu Jason Kidd lét brákað rifbein ekki stöðva sig í viðureign New Jersey gegn Sacramento í NBA-deildinni í nótt heldur náði hann sinni níundu þreföldu tvennu á leiktíðinni í 109-96 sigri sinna manna. Þetta var í 84. skiptið á ferlinum sem Kidd nær þrefaldri tvennu. Fjölmargir leikir fóru fram í NBA í nótt. Körfubolti 24.2.2007 12:30
Naumur sigur Wizards á Kings Þrír leikir voru í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöld þar sem Washington Wizards unnu meðal annars mjög nauman sigur á Sacramento Kings, 109-106. Nokkrar deilur urðu í lok leiksins þar sem Kings töldu að John Salmons hefði jafnað leikinn með flautukörfu. Körfubolti 23.2.2007 09:17
Roma tapaði fyrir Tel Aviv Jón Arnór Stefánsson og félagar í ítalska liðinu Lottomatica Roma töpuðu í kvöld fyrir Maccabi Tel Aviv á heimavelli í Meistaradeildinni í körfubolta 71-69. Jón Arnór spilaði 14 mínútur í leiknum og skoraði 4 stig. Körfubolti 22.2.2007 22:01
Hardaway úti í kuldanum Ummælin sem Tim Hardaway lét falla í gær um John Amaechi og annað samkynheigt fólk hafa vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Hardaway hefur verið útilokaður frá allri kynningarstarfsemi í kringum stjörnuleik NBA sem fram fer á sunnudaginn. Amaechi sjálfur segir orð Hardaway vera lituð hatri í garð samfélags samkynheigðra. Körfubolti 16.2.2007 13:58
Dallas marði sigur á Houston Dallas vann sinn níunda leik í röð í NBA-deildinni þegar liðið bar sigurorð af Houston í nótt. Bakvörðurinn Jason Terry var maðurinn á bakvið sigur Dallas, en hann skoraði mikilvægar körfur á lokamínútum leiksins. Cleveland lagði LA Lakers í hinum leik næturinnar en nú verður gert hlé á deildarkeppninni vegna stjörnuleiksins sem fram fer á sunnudag. Körfubolti 16.2.2007 12:40
Fín byrjun hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir ítalska liðið Lottomatica Roma þegar það vann góðan sigur á franska liðinu Pau Orthez í Evrópudeildinni 78-68. Jón skoraði 11 stig og stal tveimur boltum á aðeins 16 mínútum í leiknum og það er ekki amaleg byrjun hjá kappanum sem var varla búinn að taka upp úr töskunum eftir félagaskiptin frá Spáni. Körfubolti 14.2.2007 22:36
Jón Arnór til Rómar Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson sem leikið hefur með Valencia á Spáni í vetur hefur náð samningi við ítalska körfuboltaliðið Lottomatica Roma á Ítalíu og vonir standa til um að hann verði klár í slaginn með liðinu í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Körfubolti 12.2.2007 16:28
Cuban ósáttur við ummæli Wade Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni, og Avery Johnson, þjálfari liðsins, verja Dirk Nowitzki af öllum mætti eftir að Dwayne Wade, leikmaður Miami, gagnrýndi þýska leikmanninn fyrir skort á leiðtogahæfileikum. Cuban og Johnson skjóta föstum skotum að Wade og segja honum að líta í eigin barm. Körfubolti 11.2.2007 16:26
Carmelo Anthony valinn í stjörnuleikinn Vandræðagemlingurinn Carmelo Anthony hefur verið valinn í lið Vesturdeildarinnar sem tekur þátt í stjörnuleik NBA-deildarinnar þann 18. febrúar næstkomandi. Það var framkvæmdastjóri deildarinnar, sjálfur David Stern, sem valdi Anthony í leikinn vegna meiðsla Carlos Boozer. Körfubolti 11.2.2007 16:21
Sjötti sigur Detroit í röð Rasheed Wallace spilaði líklega sinn besta leik á tímabilinu og leiddi Detroit til sigurs gegn Toronto í NBA-deildinni í nótt, 98-92. Þetta var sjötti sigurleikur Detroit í röð en Toronto hefur hins vegar tapað síðustu átta leikjum sínum gegn Detroit. Körfubolti 11.2.2007 12:41
Boston Celtics sett nýtt félagsmet Boston Celtics setti nýtt félagsmet í NBA-deildinni í nótt með því að tapa 17. leik sínum í röð. Í þetta sinn steinlá liðið á heimavelli fyrir New Jersey, 92-78, þrátt fyrir að Paul Pierce, helsta stjarna liðsins, hafi spilað með liðinu á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Fjölmargir leikir fóru fram í NBA í nótt. Körfubolti 10.2.2007 12:10
Fimm sigrar í röð hjá Pistons Þrír leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöld. Detroit Pistons sigraði Los Angeles Lakers 93-78 en þetta var fimmti sigurleikur Pistons í röð. Körfubolti 9.2.2007 10:20
Kobe Bryant funheitur gegn Boston Celtics Kobe Bryant skoraði 43 stig, átti átta stoðsendingar og hirti átta fráköst þegar erkifjendurnir Los Angeles Lakers og Boston Celtics mættust í NBA-deildinni í gærkvöld. Lakers fóru með sigur af hólmi, 111-98. Körfubolti 1.2.2007 09:47
Finley skoraði flautukörfu gegn LA Lakers Michael Finley skoraði þriggja-stiga körfu og tryggði San Antonio 96-94 sigur á LA Lakers þegar 1,3 sekúndur voru eftir í leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Phoenix gefur ekkert eftir og vann sinn 17. sigur í röð. Körfubolti 29.1.2007 11:43
Sagan er með Phoenix Phoenix Suns er óumdeilanlega heitasta liðið í NBA-deildinni um þessar mundir og hefur nú unnið 16 leiki í röð. Sú sigurhrina fer í sögubækur NBA sem sú sjötta besta frá upphafi. Miðað við tölfræðina bendir margt til þess að Phoenix verði meistarar þegar uppi er staðið í haust. Körfubolti 28.1.2007 16:29
Chicago með gott tak á Miami Meistarar Miami töpuðu í þriðja sinn á tímabilinu fyrir Chicago í nótt, 100-97. þar sem Shaquille O'Neal lék ekki með. Kirk Hinrich spilaði frábæra vörn á Dwayne Wade og Miami tapaði í fimmta sinn í síðustu sex leikjum. Körfubolti 28.1.2007 12:27
Phoenix setti félagsmet Phoenix setti nýtt félagsmet í nótt með 16. sigri sínum í röð í NBA-deildinni. Það var Milwaukee sem lá í valnum í nótt, en allir byrjunarliðsleikmenn Pheonix í leiknum skoruðu yfir 10 stig. Shaquille O´Neal byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Miami í langan tíma, en hafði ekki þau áhrif sem vonast var eftir á lið sitt. Körfubolti 27.1.2007 12:15
Papaloukas leikmaður ársins í Evrópu Gríski leikstjórnandinn Theo Papaloukas hjá CSKA Moskvu var í dag kjörinn körfuboltamaður ársins í Evrópu nokkuð óvænt, en hann hafði þar með betur gegn besta manni heimsmeistaramótsins Pau Gasol og hinum frábæra Dirk Nowitzki, sem er einhver besti körfuboltamaður heimsins. Körfubolti 26.1.2007 20:23