Körfubolti

Fréttamynd

Helena og TCU úr leik

TCU, lið Helenu Sverrisdóttur, féll úr leik í fyrstu umferð í úrslitum bandarísku háskóladeildarinnar í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

TCU valið í úrslitakeppnina

Helena Sverrisdóttir verður í eldlínunni með TCU í úrslitakeppni bandarísku háskóladeildarinnar þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið sér inn sæti með beinum hætti.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob fyrstur til að skora hundrað þrista á tímabilinu

Jakob Örn Sigurðarson er frábær þriggja stiga skytta og hann hefur heldur betur sannað það með Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur. Jakob varð á dögunum fyrsti leikmaður sænsku deildarinnar til þess að brjóta hundrað þrista múrinn í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena ekki bara deildarmeistari heldur líka leikmaður ársins

Helena Sverrisdóttir var í nótt valinn besti leikmaður Mountain West deildarinnar í bandaríska háskólakörfuboltanum og komst auk þess í lið ársins annað árið í röð. Einn liðsfélagi hennar í TCU var einnig í liði ársins og þjálfari hennar, Jeff Mittie, var kosinn þjálfari ársins.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukur Helgi búinn að ákveða að fara í Maryland

Körfuboltamaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur ákveðið að spila með einum af betri háskólaliðum í Bandaríkjunum næstu fjögur árin því hann hefur gert munnlegt samkomulag við Maryland-skólann. Það verður gengið verður frá öllum formlegum pappírsmálum í apríl. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob góður í útisigri Sundsvall - tap hjá Helga

Jakob Örn Sigurðarson átti góðan leik í kvöld þegar Sundsvall vann 88-81 sigur á Boras á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Helgi Már og félagar í Solna urðu hinsvegar að sætta sig við 68-72 tap fyrir Södertalje á heimavelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob með tólf stig í tapi gegn toppliðinu í Svíþjóð

Jakob Sigurðarson og félagar hans í Sundsvall töpuðu 75-99 gegn Norrköping í sænska körfuboltanum í kvöld. Jakob skoraði tólf stig, tók þrjú fráköst og átti þrjár stoðsendingar á þrjátíu og tveimur mínútum í leiknum og var næst stigahæstur hjá Sundsvall.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena fann sig vel í bleika búningnum

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU unnu flottan 78-59 sigur á Wyoming í bandaríska háskólakörfuboltanum um helgina. Helena átti mjög góðan dag og væri bæði stigahæst og stoðsendingahæst í liðinu þrátt fyrir að spila bara í 28 mínútur.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena og félagar í TCU skelltu toppliðinu

Helena Sverrisdóttir átti góðan leik þegar TCU vann 80-63 sigur á San Diego State í Mountain West deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt. Helena var með 22 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

TCU vann og Helena valin best

TCU vann í nótt sigur á Utah, 62-41, í bandaríska háskólaboltanum í körfubolta. Þetta var annar sigur liðsins í jafn mörgum leikjum í Mountain West-riðlinum og alls sjöundi sigur TCU í röð í öllum keppnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena ekki lengur stigahæst hjá TCU-liðinu

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU unnu mjög öruggan 37 stiga sigur, 72-35, á Air Force skólanum í fyrsta leik sínum í Mountain West deildarkeppninni en þetta var sjötti sigurleikur liðsins í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob frábær í glæsilegum útisigri á toppliðinu

Jakob Örn Sigurðarson átti frábæran leik með Sundsvall í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld. Sundsvall vann glæsilegan 91-79 útisigur á Norrköping og náði að minnka forskot liðsins á toppnum í fjögur stig. Þetta var fjórði sigur Sundsvall í röð og Jakob hefur mjög góður í þeim öllum.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena var í kvöld valin besti leikmaður vikunnar

Helena Sverrisdóttir fór á kostum með TCU í bandaríska háskólakörfuboltanum í síðustu viku og var líka í kvöld kosin leikmaður vikunnar í Mountain West deildinni. Helena var með 21,5 stig, 8,5 fráköst og 6,5 stoðsendingar að meðaltali í tveimur sigurleikjum TCU á Houston og Texas A&M-Corpus Christi.

Körfubolti