Vistaskipti

Fréttamynd

Andri Þór ráðinn til Advania

Andri Þór Atlason hefur gengið til liðs við mannauðslausnir Advania til að leiða vörustýringu og þróun Bakvarðar. Hann starfaði áður hjá Abacus Medicine og hefur víðtæka reynslu úr tækni- og lyfjageiranum í Kaupmannahöfn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Drífa ný talskona Stígamóta

Drífa Snædal hefur verið ráðin talskona Stígamóta og tekur við starfinu þann 1. mars af Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur sem hefur ráðið sig til almannatengslafyrirtækisins Aton JL. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stígamótum.

Innlent
Fréttamynd

Þóra Arnórs­dóttir hættir hjá RÚV

Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks hjá Ríkisútvarpinu, hefur sagt upp störfum hjá Ríkisutvarpinu. Hún segist skilja sátt eftir 25 ára starf í fjölmiðlum og ætlar í annan bransa sem þó er leyndarmál fyrst um sinn.

Innlent
Fréttamynd

Kveður bókabransann með hámglápi og langþráðu fríi

Egill Örn Jóhannsson hefur verið framkvæmdastjóri Forlagsins frá stofnun útgáfunnar. Í gær var greint frá því að hann hafi sagt upp störfum hjá bókaútgáfunni og eiginkona hans, Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, jafnframt.

Menning
Fréttamynd

Jóhanna og Maggý til Svars

Jóhanna María Leifsdóttir og Maggý Möller hafa verið ráðnar til tæknifyrirtækisins Svars. Jóhanna kemur til með að starfa sem bókari og Maggý sem verkefnastýra. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tvíhöfði snýr aftur í hlaðvarpi

Grínistarnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr ætlar aftur að blaðra frá sér allt vit í þætti sínum Tvíhöfða. Tilkynnt var í sumar að Tvíhöfði yrði ekki á dagskrá Rásar 2 eftir fimm ára endurkomu þáttanna vinsælu.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnu-Sævar til KPMG

Fyrirtækið KPMG hefur ráðið til sín fjóra sérfræðinga, þau Bryndísi Gunnlaugsdóttur, Guido Picus, Sævar Helga Bragason og Þorstein Guðbrandsson. Sérhæfa þau sig á fjölbreyttum sviðum og koma frá ólíkum geirum atvinnulífsins. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum

Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum.

Innlent
Fréttamynd

Sunna kemur ný inn í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna

Sunna Jóhannsdóttir, sem er verkefnastjóri fjármála hjá Íslensku óperunni, hefur tekið sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV). Kemur hún inn í stjórnina í kjölfar þess að Guðrún Johnsen, doktor í hagfræði, hætti í stjórninni eftir ráðningu hennar sem ráðgjafi yfirstjórnar Danska seðlabankans.

Klinkið
Fréttamynd

Odd­viti tekur við verk­efnum sveitar­stjórans eftir upp­sögn

Gerði Sigtryggsdóttur, oddvita sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, hefur verið falið að taka tímabundið við starfi sveitarstjóra þar til nýr hefur verið ráðinn í starfið. Jón Hrói Finnsson, sem tók við starfi sveitarstjóra síðasta sumar, lagði á dögunum fyrir sveitarstjórn uppsagnarbréf sitt.

Innlent