Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Leikkonan Barbara Windsor er látin

Enska leikkonan Barbara Windsor er látin, 83 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir hlutverk sín í þáttaröðinni East Enders og gamanmyndunum Carry On.

Lífið
Fréttamynd

Leikarinn Tommy Lister dáinn eftir að hafa sýnt einkenni Covid-19

Leikarinn Tommy Lister er látinn. Hann var 62 ára gamall. Lister hóf feril sinn í bandarískri fjölbragðaglímu og færði sig svo yfir í kvikmyndir og sjónvarp. Hann var hvað þekktastur fyrir leik sinn í Friday-myndunum, Fifth Element, Dark Knight og fjölda annarra aukahlutverka í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum undanfarna tvo til þrjá áratugi.

Lífið
Fréttamynd

Rúrik fer með hlutverk í Leynilöggunni: „Sé ekki eftir neinu“

„Ég byrjaði bara á því að taka mér gott frí, njóta lífsins, skoða landið og gera það sem mig langaði til að gera,“ segir Rúrik Gíslason fyrrverandi knattspyrnumaður sem lagði skóna á hilluna á dögunum eftir 17 ára feril sem atvinnumaður. Hann ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Heljarinnar útsending á Stöð 2: „Við tökum honum fagnandi”

Eitt það allra fyrsta sem gerist eftir að nýjar sóttvarnarreglur taka gildi nú er að Logi Bergmann Eiðsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir koma sér fyrir á stóra sviði Borgarleikhússins og stýra þaðan jóla-, skemmti-, tónlistar- og viðtalsþættinum Látum jólin ganga, í beinni útsendingu á Stöð 2.

Lífið
Fréttamynd

Hvítvínskonan var gestur á neyðarfundi almannavarna

Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur í þættinum Föstudagskvöldi með Gumma Ben og Sóla á Stöð 2 í gærkvöldi. Hjálmar nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum auk þess sem hann treður reglulega upp í veislum í hlutverki hvítvínskonunnar svokölluðu.

Lífið
Fréttamynd

The Undoing: Hver myrti Elenu Alves?

Spennan magnast í sjónvarpsþáttaröðinni The Undoing, sem sýnd er á Stöð 2, og áhorfendur munu komast að því hver myrti Elenu Alves n.k. miðvikudagskvöld.

Gagnrýni
Fréttamynd

Mad Max-leikarinn Hugh Kea­ys-Byrne er látinn

Breski leikarinn Hugh Keays-Byrne er látinn, 73 ára að aldri. Keays-Byrne var helst þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk illmennisins Toecutter í fyrstu Mad Max myndinni frá 1979 þar sem Mel Gibson fór með aðalhlutverk.

Lífið
Fréttamynd

Upprunalegi Svarthöfði er dáinn

David Prowse, líkamsræktarmaðurinn sem lék óþokkann Darth Vader, eða Svarthöfða, í Star Wars, er dáinn. Hann var 85 ára gamall og er sagður hafa dáið eftir skammvinn veikindi.

Lífið
Fréttamynd

Hættar að horfa í laumi og skammast sín

Óraunveruleikinn er nýtt hlaðvarp um ýmsa raunveruleikaþætti sem sýndir eru hér á landi, þá aðallega um þá sem varða ástina. Á bak við þættina eru Sveindís Anja Þórhallsdóttir sálfræðingur og Hildur Stefanía Árnadóttir þroskaþjálfi.

Lífið
Fréttamynd

Aldrei meiri dramatík í Kviss

KR og Þróttur mættust í 8-liða úrslitum Kviss síðasta laugardag. Keppnin var geysispennandi og var ótrúleg dramatík undir lokin.

Lífið