Ungt fólk kom saman á þjóðfundi
Þjóðfundur Ungs fólks fór fram í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll í dag. Þar deildi fólk með mismunandi bakgrunn reynslu sinni af menntakerfinu. Forsætisráðherra ávarpaði fundinn áður en gestir hlýddu á fjölbreytt erindi. Þar var meðal annars snert á brottfalli úr menntakerfinu, félagslegri og efnahagslegri stöðu framhaldsskólanema, tæknilausnum og lestri ungmenna.