Sport

Conor boðar komu sína til Íslands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor er væntanlegur aftur til Íslands.
Conor er væntanlegur aftur til Íslands. mynd/instagram
Írski bardagakappinn Conor McGregor eyddi miklum tíma á Íslandi er hann var að byrja að klifra upp á stjörnuhimininn og hann segist vera væntanlegur fljótlega til Íslands á nýja leik.

Ungur og fátækur Conor kom hingað til lands með lítið annað en stóra drauma í vasanum. Haraldur Dean Nelson og félagar í Mjölni tóku vel á móti Íranum og hjálpuðu honum eins og hægt var. Haraldur var svo fyrsti umboðsmaður Conors.

Conor var einnig staddur í Mjölni er hann hætti mjög óvænt í MMA í fyrra skiptið. Sú ákvörðun stóð ekki lengi. Sem betur fer því þá átti hann eftir að fara í sína eftirminnilegustu bardaga.

Conor virðist sakna Mjölnis og Íslands því á samfélagsmiðlum í gær segist hann hlakka til að koma aftur í Mjölni fljótlega. Hann hvetur fólk einnig til þess að kíkja á hina glæsilegu aðstöðu Mjölnis í Öskjuhlíðinni og taka þá því með víkingunum.



MMA

Tengdar fréttir

Fékk milljón fyrir fyrsta bardagann

Conor McGregor er í 24. sæti yfir launahæstu íþróttamenn heims á síðasta ári og hann mun rjúka upp þann lista á næsta ári. Hann mun nefnilega fá á milli sjö til tíu milljarða króna fyrir bardaga sinn við Floyd Mayweather. Meira en hann mun fá fyrir feril sinn hjá UFC.

Haraldur: Conor skuldar mér samloku

Conor McGregor var svo illa staddur fjárhagslega fyrir nokkrum árum síðan að hann svaf frítt hjá Nelson-feðgum og sló lán fyrir samlokum. Hann verður milljarðamæringur eftir helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×