Hin myrka hlið ástarinnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 08:00 Fyrsta skáldsaga Þóru fjallar um ástina á tímum klámvæðingar. Fréttablaðið/Eyþór Kvika er fyrsta skáldsaga Þóru Hjörleifsdóttur. „Hún fjallar um ástina á tímum klámvæðingar og aðalpersónan Lilja verður ástfangin af strák og leyfir honum að ganga yfir öll mörk. Í þessari bók er ég að skoða hvað gerist þegar einstaklingur fellir niður varnarveggina og segir skilið við prinsippin,“ segir Þóra. „Ástin er mér mjög hugleikin. Aðalumræðuefnið hjá mér og vinkonum mínum er ástin, leitin að henni og hvernig eigi að viðhalda henni. Ástin er risastór ráðgáta sem ég næ ekki alveg utan um. Það er ekkert betra en að vera elskuð og að elska, en svo kemur það fyrir að við flækjumst í það að beina ástinni ekki í besta farveg. Þá verður stundum óljóst hvar ástinni sleppir og hvar þráhyggja og geðveiki taka við. Í Kviku langaði mig til að fjalla um hina myrku hlið ástarinnar. Ég held að Lilja sé persóna sem mjög margar konur muni tengja við að einhverju leyti. Hún kemur sér í aðstæður sem verða stöðugt verri og sekkur æ dýpra.“Ekki með fullkomnunaráráttu Þóra er ein af Svikaskáldum en auk hennar eru í hópnum Fríða Ísberg, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Þórdís Helgadóttir. Saman hafa þær gefið út tvær ljóðabækur. Spurð hvort samstarfskonur hennar í Svikaskáldum hafi lesið yfir handrit þessarar fyrstu skáldsögu hennar segir Þóra: „Þær eru vinkonur mínar og við erum skáldagengi og lesum mikið yfir hver hjá annarri. Þær lásu yfir hjá mér og gáfu mér góð ráð. Hugmyndir fá oft vængi ef maður talar um þær við aðra. Það er einmanalegt að skrifa bók, maður er einn heima að puða og það er mjög þakklátt að hafa uppbrot á því í samvinnu í þessum hópi. Við höfum gefið út tvær ljóðabækur og þá voru mjög strangar reglur í ritferlinu. Við höfum verið að að æfa okkur í því að vera ekki með fullkomnunaráráttu og hanga yfir texta of lengi í sjálfsgagnrýnis-kyrrstöðu. Svikaskáld voru eiginlega stofnuð til að þvo hendur okkar af þeirri vitleysu.“ Spurð hvort lýrík sé áberandi í skáldsögunni segir hún: „Já, og þegar líður á verkið verða kaflarnir æ styttri. Ég vildi láta textann leysast upp með Lilju, aðalpersónu sögunnar.“ Súrrealísk tilfinning Að lokum er Þóra spurð hvernig tilfinning fylgi því að gefa út fyrstu skáldsögu sína og svarar: „Hún er frábær, svolítið súrrealísk. Ég er búin að fá gríðarlega mikið af skilaboðum frá vinum, kunningjum og fólki sem er búið að lesa. Bókin er auðlesin og ekki löng og fólk nær að spæna sig í gegnum hana á einni kvöldstund en svo held ég að hún mari í undirmeðvitund margra í einhvern tíma á eftir.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Sjá meira
Kvika er fyrsta skáldsaga Þóru Hjörleifsdóttur. „Hún fjallar um ástina á tímum klámvæðingar og aðalpersónan Lilja verður ástfangin af strák og leyfir honum að ganga yfir öll mörk. Í þessari bók er ég að skoða hvað gerist þegar einstaklingur fellir niður varnarveggina og segir skilið við prinsippin,“ segir Þóra. „Ástin er mér mjög hugleikin. Aðalumræðuefnið hjá mér og vinkonum mínum er ástin, leitin að henni og hvernig eigi að viðhalda henni. Ástin er risastór ráðgáta sem ég næ ekki alveg utan um. Það er ekkert betra en að vera elskuð og að elska, en svo kemur það fyrir að við flækjumst í það að beina ástinni ekki í besta farveg. Þá verður stundum óljóst hvar ástinni sleppir og hvar þráhyggja og geðveiki taka við. Í Kviku langaði mig til að fjalla um hina myrku hlið ástarinnar. Ég held að Lilja sé persóna sem mjög margar konur muni tengja við að einhverju leyti. Hún kemur sér í aðstæður sem verða stöðugt verri og sekkur æ dýpra.“Ekki með fullkomnunaráráttu Þóra er ein af Svikaskáldum en auk hennar eru í hópnum Fríða Ísberg, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Þórdís Helgadóttir. Saman hafa þær gefið út tvær ljóðabækur. Spurð hvort samstarfskonur hennar í Svikaskáldum hafi lesið yfir handrit þessarar fyrstu skáldsögu hennar segir Þóra: „Þær eru vinkonur mínar og við erum skáldagengi og lesum mikið yfir hver hjá annarri. Þær lásu yfir hjá mér og gáfu mér góð ráð. Hugmyndir fá oft vængi ef maður talar um þær við aðra. Það er einmanalegt að skrifa bók, maður er einn heima að puða og það er mjög þakklátt að hafa uppbrot á því í samvinnu í þessum hópi. Við höfum gefið út tvær ljóðabækur og þá voru mjög strangar reglur í ritferlinu. Við höfum verið að að æfa okkur í því að vera ekki með fullkomnunaráráttu og hanga yfir texta of lengi í sjálfsgagnrýnis-kyrrstöðu. Svikaskáld voru eiginlega stofnuð til að þvo hendur okkar af þeirri vitleysu.“ Spurð hvort lýrík sé áberandi í skáldsögunni segir hún: „Já, og þegar líður á verkið verða kaflarnir æ styttri. Ég vildi láta textann leysast upp með Lilju, aðalpersónu sögunnar.“ Súrrealísk tilfinning Að lokum er Þóra spurð hvernig tilfinning fylgi því að gefa út fyrstu skáldsögu sína og svarar: „Hún er frábær, svolítið súrrealísk. Ég er búin að fá gríðarlega mikið af skilaboðum frá vinum, kunningjum og fólki sem er búið að lesa. Bókin er auðlesin og ekki löng og fólk nær að spæna sig í gegnum hana á einni kvöldstund en svo held ég að hún mari í undirmeðvitund margra í einhvern tíma á eftir.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Sjá meira