Sport

Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Greg Hardy í búrinu í Contender-þætti Dana White.
Greg Hardy í búrinu í Contender-þætti Dana White. vísir/getty
Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð.

Hardy var frábær leikmaður hjá Dallas Cowboys en utan vallar varð hann sjálfum sér ítrekað til skammar. Hann fékk til að mynda tíu leikja bann árið 2014 fyrir að ganga í skrokk á unnustu sinni. Ferill hans í NFL-deildinni var því stuttur

Það er ekki bara að Hardy sé að berjast um helgina heldur er Rachael Ostovich einnig að berjast þá en eiginmaður hennar gekk í skrokk á henni í nóvember. Málið þykir vera allt hið versta fyrir UFC og Dana White, forseti UFC, tók ekki vel í spurningar blaðamanna um málið í Kanada rétt fyrir jól.

„Ég ætla ekki að tala meira um Greg Hardy. Ég ætla ekki að taka þátt í þessu kjaftæði með ykkur. Hann er á skrá hjá UFC og ekki meira um það að segja,“ sagði White og augljóst að spurningar um Hardy og Ostovich fóru í taugarnar á honum.

„Það geta allir verið viðkvæmir fyrir öllu. Ykkur finnst þetta vera stórmál en henni er alveg sama. Hún hefur beðið um að fá ekki fleiri spurningar um þetta mál.“

Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt að Hardy sé að berjast þetta kvöld er hinn virti MMA-blaðamaður Ariel Helwani. Hann ræddi þá skoðun sína við Hardy á blaðamannafundi í gær. Áhugavert að sjá.







Hardy hefur barist þrisvar sem atvinnumaður og klárað alla sína bardaga á innan við mínútu. Hann mun berjast við Allen Crowder í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Bardagi þeirra er næststærsti bardagi kvöldsins.

Hér að neðan má sjá viðtalið við White sem tekið var í Toronto.



Klippa: Dana um Greg Hardy
MMA

Tengdar fréttir

Fyrrum NFL-leikmenn mætast í MMA-bardaga

Fyrrum varnarmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, mun berjast gegn Austen Lane, fyrrum leikmanni Lions og Bears, í MMA-bardaga í þætti Dana White, forseta UFC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×