Fótbolti

Enginn Íslendingur í sigurliði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór fagnar marki Malmö í kvöld.
Arnór fagnar marki Malmö í kvöld. vísir/getty
Arnór Ingvi Traustason lék í 73 mínútur er Malmö gerði 1-1 jafntefli við AIK í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar.

Malmö komst yfir á 44. mínútu er Daninn Anders Christiansen kom Malmö yfir. Fyrrum Sunderland-maðurinn, Sebiastan Larsson, jafnaði fyrir AIK í uppbótartíma og þar við sat.

Malmö er í fimmta sæti deildarinnar með 49 stig en Haukur Heiðar Hauksson var ónotaður varamaður hjá AIK sem er á toppnum með 60 stig. Þrjár umferðir eru eftir og þeir eru með fjögurra stiga forskot.

Hjörtur Hermannsson var ónotaður varamaður er Bröndby tapaði 3-2 fyrir Midtjylland á útivelli. Bröndby er í sjöunda sætinu með 18 stig en Midtjylland á toppnum með 31 stig.

Aron Sigurðarson kom inn á sem varamaður á 87. mínútu er Start tapaði fyrir Molde, 1-3, í Noregi. Start er í þrettánda sætinu, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×