Lífið

Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Edda Björgvins geislaði á rauða dreglinum á síðasta ári. Það var hennar ár.
Edda Björgvins geislaði á rauða dreglinum á síðasta ári. Það var hennar ár. vísir/getty
Ein allra vinsælasta leikkona okkar Íslendinga, Edda Björgvinsdóttir, hefur nánast gert allt í sjónvarpi og á sviði. Fyrstu Eddu-verðlaunin eru nú loksins komin í hús og var það fyrir hlutverk hennar í verðlaunamyndinni Undir trénu. Edda Björgvins ræddi við Sindra Sindrason í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Ég fór að grenja þegar ég fékk Edduna, en ég er orðinn svo óforbeitaleg grenjuskjóða og rosalega viðkvæm,“ segir Edda sem fór algjörlega á kostum í kvikmyndinni Undir trénu. Hún segist alltaf ætlað sér að verða leikkona.

„Grín er svo fágæt guðgjöf en dramaleikur er allt öðruvísi. Maður hreyfir kannski ekki við öllum en manni er ekki hafnað á sömu forsendum og þegar misheppnast í gríni.“

Edda hefur leikið fjölmarga mismunandi karaktera á sínum ferli.

„Ég get ekki sagt að mér þykir vænna um einn karakter en annan en mér þykir svo ótrúlega vænt um þessar konur tvær, sem eru svo rosalega ólíkar en eiga svo bátt. Annars vegar konan sem ég lék í Undir trénu og núna sem ég leik í Risaeðlunum, sendiherrafrúin drykkfellda. Af því að það er svo mikill harmur en grínið einhvern veginn tætir upp hjartað manns. Mig langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur, konur sem eru illa innrættar. Það væri gaman að leika svoleiðis.“

Edda segist sækja sína karaktera í vini og fjölskyldumeðlimi.

„Ég myndi aldrei segja um hverja ræðir, því sumt er svo nálægt mér. Ég er svo heppin að eiga svo marga alkahólista í kringum mig sem eru allir í bata.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við Eddu í heild sinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×