Lífið

Mætti með nýja konu á Óskarinn áður en hann tilkynnti um skilnað

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Handritshöfundurinn Kim Morgan ásamt leikstjóranum Guillermo del Toro.
Handritshöfundurinn Kim Morgan ásamt leikstjóranum Guillermo del Toro. Vísir/AFP
Mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro, sem hreppti Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn á verðlaunahátíðinni á sunnudag, hefur tilkynnt um skilnað við eiginkonu sína til þriggja áratuga. Áhorfendur höfðu margir veitt því athygli að leikstjórinn mætti með nýja konu, handritshöfundinn Kim Morgan, upp á arminn á sunnudagskvöld.

Í viðtali við mexíkóska dagblaðið Reforma, sem birt var í fyrradag, tjáði del Toro sig um skilnaðinn við eiginkonu sína, Lorenzu Newton, í fyrsta skipti. Þau voru gift í þrjá áratugi en slitu samvistum í febrúar 2017 og skildu svo í september sama ár. Þá sagði leikstjórinn fáa hafa vitað af skilnaðinum þangað til nú.

Áhorfendur Óskarsverðlaunanna á sunnudag veittu því margir athygli að del Toro var ekki í fylgd Newton á verðlaunahátíðinni heldur leiddi hann handritshöfundinn Kim Morgan á rauða dreglinum og þá sátu þau einnig saman í salnum. Hann þakkaði Morgan auk þess fyrir stuðninginn í ræðu sinni þegar hann tók við verðlaunum sem besti leikstjóri fyrir kvikmyndina The Shape of Water.

Aðspurður sagði del Toro hann og Morgan, sem skrifar handritið að nýrri mynd úr smiðju leikstjórans, þó aðeins góða vini.

„Við vinnum saman, við erum góðir vinir. Ef ske kynni að einhverjar fréttir birtist, höfum það á hreinu að ég sleit samvistum við eiginkonu mína í febrúar. Ég byrjaði að vinna með henni í lok sumars,“ sagði del Toro um samband sitt við Morgan en vildi ekki tjá sig frekar um skilnaðinn.


Tengdar fréttir

Aldrei færri horft á Óskarinn í sjónvarpi

26,5 milljónir manna horfðu á verðlaunaafhendinguna í sjónvarpi í Bandaríkjunum en inni í þeirri tölu eru ekki þeir sem horfðu á útsendinguna í gegnum netið í tölvu, spjaldtölvu eða síma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×