Þyrluflugmaður Ecclestone skipulagði mannránið Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2016 16:43 Bernie Ecclestone og brasilísk eiginkona hans. Rannsókn á mannráni tengdamóður Bernie Ecclestone, eiganda Formúlu 1 mótaraðarinnar, leiddi í ljós að það var þyrluflugmaður sem unnið hafði fyrir Ecclestone og fjölskyldumeðlimi hans sem lagði á ráðin við mannránið. Áður höfðu tveir aðrir menn verið handteknir, en þeir sáu um að ræna tengdamóðurinni. Lögreglan í Brasilíu komust svo að því síðar, eftir að hafa hlerað síma þyrluflugmannsins, að það var hann sem skipulegði ránið og nú hefur hann verið handtekinn einnig. Lausnargjaldið sem þessir kumpánar vildu fá í skiptum fyrir tengdamóðurina var ekki ef lægri gerðinni, eða 28 milljónir dollara. Það gjald var aldrei reitt fram þar sem brasilíska lögreglan hafði hendur í hári ræningjanna áður en að því kom. Það er hætt við því að þyrluflugmaðurinn fari ekki fleiri ferðir með fjölskyldumeðlimi Ecclestone. Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent
Rannsókn á mannráni tengdamóður Bernie Ecclestone, eiganda Formúlu 1 mótaraðarinnar, leiddi í ljós að það var þyrluflugmaður sem unnið hafði fyrir Ecclestone og fjölskyldumeðlimi hans sem lagði á ráðin við mannránið. Áður höfðu tveir aðrir menn verið handteknir, en þeir sáu um að ræna tengdamóðurinni. Lögreglan í Brasilíu komust svo að því síðar, eftir að hafa hlerað síma þyrluflugmannsins, að það var hann sem skipulegði ránið og nú hefur hann verið handtekinn einnig. Lausnargjaldið sem þessir kumpánar vildu fá í skiptum fyrir tengdamóðurina var ekki ef lægri gerðinni, eða 28 milljónir dollara. Það gjald var aldrei reitt fram þar sem brasilíska lögreglan hafði hendur í hári ræningjanna áður en að því kom. Það er hætt við því að þyrluflugmaðurinn fari ekki fleiri ferðir með fjölskyldumeðlimi Ecclestone.
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent