Viðskipti erlent

Dagurinn gæti kostað bresk fyrirtæki 6,3 milljarða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Dagurinn í dag er sá dagur sem flestir hringja sig inn veika í Bretlandi.
Dagurinn í dag er sá dagur sem flestir hringja sig inn veika í Bretlandi. Vísir/Getty
Dagurinn í dag, fyrsti mánudagurinn í febrúar, er sá dagur sem flestir Bretar hringja sig inn veika, og ber viðurnefnið veikindadagur þjóðarinnar. 

Mannauðshópurinn ELAS áætlar að þessi dagur geti kostað bresk fyrirtæki allt að 34 milljónum punda í dag, jafnvirði 6,3 milljarða króna vegna framleiðnitaps. 

Algengasta ástæða þess að fólk hringir sig inn veikt í dag er vegna almennra veikinda eða mígrenis, þar á eftir kemur magapest eða niðurgangur og svo kvef eða flensa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×