Gaman að leika í búningadrama Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2015 10:45 Tökur hefjast í september á seríu númer tvö af Poldark. Vísir/Getty Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir skrifaði á dögunum undir áframhaldandi samning um framleiðslu þáttanna Poldark sem framleiddir eru af BBC. „Það þýðir ekkert endilega að við gerum þetta allt, það veltur allt á vinsældum og hvernig þetta gengur allt saman,“ segir Heiða hógvær, en þættirnir hafa gengið vel og er samningurinn um hlutverk í þáttunum til næstu fjögra til fimm ára. Rúmar sjö milljónir horfðu á fyrsta þátt seríunnar sem frumsýndur var í byrjun mars á þessu ári og rúmlega sex milljónir fylgdust með lokaþættinum og segir Heiða tölurnar hálf óraunverulegar. Tökur á annarri seríu hefjast í september og segir Heiða ekki mikið annað komast að á meðan þær standa yfir. „Ég er ekki enn þá búin að fá dagskrána mína, en ef þetta er eins og það var í fyrra þá kemst ekkert annað fyrir.“ Síðasta verkefni Heiðu á Íslandi var hlutverk Grétu í sjónvarpsþáttunum Hraunið, sem sýndir voru á RÚV í vetur, og Heiða segist vera mjög opin fyrir því að taka að sér frekari verkefni hérlendis þegar tími gefst til. „Mér hefur boðist tækifæri til þess að vera mögulega hluti af nokkrum verkefnum í haust en gat því miður ekki einu sinni athugað málið,“ segir hún og bætir við: „Ég hefði verið mjög til í það, vonandi kemur sá dagur þar sem ég er laus.“ Poldark er búningadrama sem byggt er á samnefndum skáldsögum eftir Winston Graham sem skrifaðar voru um miðja síðustu öld og segja þættirnir frá Ross Poldark sem snýr heim eftir þrjú ár í hernum og kemst að því að unnusta hans er trúlofuð frænda hans og fer Heiða með hlutverk unnustunnar, Elizabeth. Heiða segir gaman að leika í búningadrama á borð við Poldark og að mörgu þurfi að huga en sögusvið þáttanna er seint á 18. öld. „Þetta er allt öðruvísi, maður hagar sér öðruvísi, talar öðruvísi og hreyfir sig allt öðruvísi,“ segir hún glöð í bragði að lokum. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sóknarmenn hjá báðum toppliðunum tæpir fyrir stórleikinn á morgun Tvö efstu lið Pepsi-deildar karla, FH og KR, mætast í stórleik 12. umferðar á morgun. Fyrir leikinn er FH með eins stigs forskot á KR en með sigri fer Vesturbæjarliðið á toppinn í fyrsta sinn í sumar. 18. júlí 2015 08:00 Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Fleiri fréttir Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Sjá meira
Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir skrifaði á dögunum undir áframhaldandi samning um framleiðslu þáttanna Poldark sem framleiddir eru af BBC. „Það þýðir ekkert endilega að við gerum þetta allt, það veltur allt á vinsældum og hvernig þetta gengur allt saman,“ segir Heiða hógvær, en þættirnir hafa gengið vel og er samningurinn um hlutverk í þáttunum til næstu fjögra til fimm ára. Rúmar sjö milljónir horfðu á fyrsta þátt seríunnar sem frumsýndur var í byrjun mars á þessu ári og rúmlega sex milljónir fylgdust með lokaþættinum og segir Heiða tölurnar hálf óraunverulegar. Tökur á annarri seríu hefjast í september og segir Heiða ekki mikið annað komast að á meðan þær standa yfir. „Ég er ekki enn þá búin að fá dagskrána mína, en ef þetta er eins og það var í fyrra þá kemst ekkert annað fyrir.“ Síðasta verkefni Heiðu á Íslandi var hlutverk Grétu í sjónvarpsþáttunum Hraunið, sem sýndir voru á RÚV í vetur, og Heiða segist vera mjög opin fyrir því að taka að sér frekari verkefni hérlendis þegar tími gefst til. „Mér hefur boðist tækifæri til þess að vera mögulega hluti af nokkrum verkefnum í haust en gat því miður ekki einu sinni athugað málið,“ segir hún og bætir við: „Ég hefði verið mjög til í það, vonandi kemur sá dagur þar sem ég er laus.“ Poldark er búningadrama sem byggt er á samnefndum skáldsögum eftir Winston Graham sem skrifaðar voru um miðja síðustu öld og segja þættirnir frá Ross Poldark sem snýr heim eftir þrjú ár í hernum og kemst að því að unnusta hans er trúlofuð frænda hans og fer Heiða með hlutverk unnustunnar, Elizabeth. Heiða segir gaman að leika í búningadrama á borð við Poldark og að mörgu þurfi að huga en sögusvið þáttanna er seint á 18. öld. „Þetta er allt öðruvísi, maður hagar sér öðruvísi, talar öðruvísi og hreyfir sig allt öðruvísi,“ segir hún glöð í bragði að lokum.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sóknarmenn hjá báðum toppliðunum tæpir fyrir stórleikinn á morgun Tvö efstu lið Pepsi-deildar karla, FH og KR, mætast í stórleik 12. umferðar á morgun. Fyrir leikinn er FH með eins stigs forskot á KR en með sigri fer Vesturbæjarliðið á toppinn í fyrsta sinn í sumar. 18. júlí 2015 08:00 Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Fleiri fréttir Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Sjá meira
Sóknarmenn hjá báðum toppliðunum tæpir fyrir stórleikinn á morgun Tvö efstu lið Pepsi-deildar karla, FH og KR, mætast í stórleik 12. umferðar á morgun. Fyrir leikinn er FH með eins stigs forskot á KR en með sigri fer Vesturbæjarliðið á toppinn í fyrsta sinn í sumar. 18. júlí 2015 08:00