Viðskipti erlent

Eitt prósent ríkustu Breta eiga meira en 57 prósent fátækustu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Mótmælandi í Occupy London.
Mótmælandi í Occupy London. Vísir/Getty
Bilið milli ríkustu og fátækustu íbúa Bretlands hefur farið breikkandi undanfarin árin. Samkvæmt bresku hagstofunni á eitt prósent ríkustu Breta jafn mikinn auð og 57 prósent fátækustu til samans. 

Frá árinu 2012 hefur bilið milli ríkra og fátækra farið vaxandi í Bretlandi, sérstaklega vegna hækkunar á íbúðarhúsnæði í suð-austur Englandi og í London. 

Samanlagt eiga 10 prósent ríkustu Bretarnir helming heildarauðar landsins. Ástæða bilsins má einnig rekja til færri starfa fyrir verkamannastéttina. Frá áttunda áratugnum hefur til að mynda kolanámustörfum fækkað um 250 þúsund í landinu.

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×