Fótbolti

Ólsarar komu Þrótti af toppnum í fyrsta sinn í sumar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Björn Pálsson skoraði fyrsta mark Ólsarar í kvöld.
Björn Pálsson skoraði fyrsta mark Ólsarar í kvöld. vísir/valli
Víkingur Ólafsvík vann auðveldan sigur á lánlausu liði Gróttu, 4-0, í 13. umferð 1. deildar karla í fótbolta í kvöld.

Harðjaxlinn Björn Pálsson kom Ólsurum yfir á 26. mínútu og 1-0 stóðu leikar í hálfleik, en tvö mörk á fjögurra mínútna kafla frá Alfreð Má Hjaltalín í seinni hálfleik komu heimamönnum í 3-0 á 54. mínútu.

Ingólfur Sigurðsson fullkomnaði svo kvöldið fyrir Ólafsvíkurliðið með fjórða markinu á 78. mínútu. Lokatölur, 4-0.

Með sigrinum komust Ólsarar í toppsæti 1. deildar karla, en þar hefur Þróttur verið frá fyrstu umferð. Ólafsvíkingar eru með 29 stig, tveimur meira en Þróttur sem á þó leik til góða gegn botnliði BÍ/Bolungarvíkur á morgun.

Ólsarar eru fimm stigum á undan Fjarðabyggð sem er í þriðja sæti, en Ejub Purisevic stefnir með liðið upp í efstu deild í annað sinn eftir frumraun þess þar sumarið 2013.

Grótta er í næst neðsta sæti 1. deildar karla með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×