Viðskipti erlent

Rolls-Royce setti sölumet fimmta árið í röð

Samúel Karl Ólason skrifar
Phantom Drophead Coupe, sem er nýr bíll frá Rolls-Royce seldist vel í fyrra.
Phantom Drophead Coupe, sem er nýr bíll frá Rolls-Royce seldist vel í fyrra. Vísir/AFP
Lúxusbílaframleiðandinn Rolls-Royce seldi 4.063 bíla í fyrra og er það í fyrsta sinn í 111 ára sögu fyrirtækisins sem fyrirtækið selur fleiri en fjögur þúsund bíla. Það er fjölgun um 12 prósent, en fyrirtækið hefur sett sölumet fimm ár í röð.

Framleiðslugeta Rolls-Royce verksmiðjunnar, sem er í eigu BMW og staðsett í Englandi er sex þúsund bílar á ári.

Í Bandaríkjunum jókst salan um tæpan þriðjung. Salan jókst um 40 prósent í Evrópu og um 20 prósent í Mið-Austurlöndum samkvæmt frétt á vef BBC. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að einnig hafi metfjöldi viðskiptavina fyrirtækisins keypt sérpantaða bíla.

Torsten Muller-Otvos frá Rolls-Royce sagði BBC að 80 prósent viðskiptavina fyrirtækisins væru frumkvöðlar og fyrirtækjaeigendur. Hin 20 prósentin eru frægt fólk.

Fyrirtækið seldi fleiri bíla sem kosta meira en tvö hundruð þúsund evrur, rúmar 30 milljónir, en nokkur annar lúxusbílaframleiðandi í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×