Viðskipti erlent

Google vinnur að endurhönnun Gmail

Bjarki Ármannsson skrifar
Breytingar á vinsælustu tölvupóstþjónustu heims gætu verið við það að ganga í garð.
Breytingar á vinsælustu tölvupóstþjónustu heims gætu verið við það að ganga í garð. Vísir/AFP
Nýjar skjámyndir sem vefsíðan Geek.com hóf að dreyfa á föstudag gefa til kynna að Google sé um þessar mundir að vinna að endurhönnun Gmail-þjónustunnar sinnar. Þetta hefur ekki verið staðfest af fyrirtækinu en samkvæmt myndunum er um veigamiklar breytingar að ræða sem leggja meiri áherslu en fyrr á sjálfa tölvupóstsþjónustuna.

Breytingarnar felast meðal annars í nýrri valmynd sem birtist á vinstri hlið skjás en á hægri hlið má finna lista yfir vini viðkomandi á samskiptaþjónustunni Google Hangouts. Þá birtast hnappar neðst á skjánum sem eiga að auðvelda notanda að stofna nýjan viðburð eða tölvupóst. 

Svona gæti pósthólf Gmail-notenda bráðlega litið út, með breyttu viðmóti og flýtihnappi í horninu.Mynd/Skjáskot


Hið nýja útlit virðist vera hannað með spjaldtölvur og snjallsíma í huga og er í samræmi við þær myndir sem láku nýlega af breyttu útliti Gmail fyrir snjallsíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×