Porsche Criterium hjólakeppni á Völlunum 15. maí Finnur Thorlacius skrifar 14. maí 2014 12:30 Porsche 911 og Porsche reiðhjól. Hjólreiðafélag Reykjavíkur, í samstarfi við Bílabúð Benna, efnir til Porsche Criterium hjólreiðamóts fimmtudaginn 15. maí. Criterium keppnisformið, á racer götureiðhjólum, á sér langa sögu erlendis og hefur verið stundað hérlendis í nokkur ár með vaxandi vinsældum. Keppnin gengur útá stuttar vegalengdir og er annálað fyrir mikinn hraða og spennu og einmitt þess vegna kemur Porsche við sögu. Keppt er á götuhjólum, í nokkrum flokkum karla og kvenna. Vonast er til að sem flestir mæti til leiks, en keppnin er einnig sérlega áhorfendavæn og t.d. upplagt fyrir krakka að koma og hvetja foreldra sína til dáða. Mótið verður haldið á Völlunum í Hafnarfirði og hefst kl. 19:00 á fimmtudagkvöld. Hver riðill tekur ekki langan tíma og allir eru velkomnir. Veitt verða sérstök sprettmeistaraverðlaun, þar sem sprettharðasti einstaklingur mótsins er heiðraður. Porsche á Íslandi veitir sigurvegurum einnig sérstök verðlaun. Allar nánari upplýsingar um skráningu og framkvæmd er að finna á hfr.is Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent
Hjólreiðafélag Reykjavíkur, í samstarfi við Bílabúð Benna, efnir til Porsche Criterium hjólreiðamóts fimmtudaginn 15. maí. Criterium keppnisformið, á racer götureiðhjólum, á sér langa sögu erlendis og hefur verið stundað hérlendis í nokkur ár með vaxandi vinsældum. Keppnin gengur útá stuttar vegalengdir og er annálað fyrir mikinn hraða og spennu og einmitt þess vegna kemur Porsche við sögu. Keppt er á götuhjólum, í nokkrum flokkum karla og kvenna. Vonast er til að sem flestir mæti til leiks, en keppnin er einnig sérlega áhorfendavæn og t.d. upplagt fyrir krakka að koma og hvetja foreldra sína til dáða. Mótið verður haldið á Völlunum í Hafnarfirði og hefst kl. 19:00 á fimmtudagkvöld. Hver riðill tekur ekki langan tíma og allir eru velkomnir. Veitt verða sérstök sprettmeistaraverðlaun, þar sem sprettharðasti einstaklingur mótsins er heiðraður. Porsche á Íslandi veitir sigurvegurum einnig sérstök verðlaun. Allar nánari upplýsingar um skráningu og framkvæmd er að finna á hfr.is
Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent