Viðskipti erlent

Apple og Google falla frá málsóknum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Apple, sem meðal annars framleiðir hina vinsælu iPhone, og fyrirtæki sem framleiða síma sem nýtir sér Android stýrikerfi Google höfðu höfðað tugi mála á hendur hvor öðru.
Apple, sem meðal annars framleiðir hina vinsælu iPhone, og fyrirtæki sem framleiða síma sem nýtir sér Android stýrikerfi Google höfðu höfðað tugi mála á hendur hvor öðru. Vísir/AP
Farsímamarkaðsrisarnir Apple og Google hafa sammælst um að falla frá lögsóknum sem þeir höfðu höfðað hvor gegn öðrum vegna einkaleyfadeilu.

Í sameiginlegri yfirlýsingu sem BBC greinir frá segjast þeir munu vinna saman á nokkrum sviðum einkaleyfa umbóta.

Hins vegar þýðir samkomulagið ekki að þeir muni veita hvor öðrum leyfi fyrir eigin búnaði.

Apple, sem meðal annars framleiðir hina vinsælu iPhone, og fyrirtæki sem framleiða síma sem nýtir sér Android stýrikerfi Google höfðu höfðað tugi mála á hendur hvor öðru.

Dómstóll í Kaliforníu hafði fyrr í þessum mánuði gert suður-kóreska fyrirtækinu Samsung að greiað Apple tæplega 120 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 13,5 milljarði íslenskra króna, fyrir einkaleyfisbrot.

Android hugbúnaðurinn er nú í um 80 prósent síma sem seldir eru á ári hverju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×