Er BMW i8 stökk inn í framtíðina? Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2014 14:15 Framtíðin er komin hjá BMW – i8 sýnir tæknilegt risastökk BMW. Autoblog Fyrir áratugum síðan voru framtíðarbílar eitt helsta einkenni bjartari tíðar. Þetta var á tímum kalda stríðsins og tæknikapphlaups sem að miklu leyti var drifið áfram af vopnakapphlaupi stórveldanna. Í bíómyndum og teiknimyndasögum var birtingarmynd tækni framtíðarinnar hinsvegar oftast bíll. Ýmsir framúrstefnulegir bílar litu dagsins ljós hjá bílaframleiðendum, oftast hugmyndabílar. Fólk lét sig dreyma um flugbíla, rafmagnsbíla, rennilega og hátæknivædda bíla sem voru búnir allskonar tækjum til að þjóna eigandanum. Þessir tímar eru liðnir en framtíðin er alltaf ókomin. Þó kannski með einni undantekningu því BMW hefur framleitt bíl sem er eins og klipptur úr hasarblaði framtíðarinnar. Það er BMW i8 sem er kyndilberi framtíðartækni BMW og svo framúrstefnulegur að það er næsta ótrúlegt að hugsa til þess að bíllinn sé nú þegar kominn á markað.Tæknilegt undur – hvernig sem á hann er litiðEkki aðeins er BMW i8 afar framúrstefnulegur á að líta heldur er bíllinn mjög tæknivæddur. BMW i8 er útbúinn afar óvenjulegri drifrás, 1,5 lítra, þriggja strokka túrbínuvél sem skilar 231 hestafli og er sú vél að aftan í bílnum. Að framan er svo rafmagnsmótor sem skilar 129 hestöflum en samtals er bíllinn þá 362 hestöfl og nýtur hann að auki þess að hafa drif á öllum hjólum. Þá prýða bílinn vængjahurðir og hönnun sem er svo óvenjuleg og glæsileg að bíllinn minnir einfaldlega á ókomna tíð. BMW hefur þegar sagt að ekki sé um ofursportbíl að ræða. Heldur er i8 dæmi um þá nálgun sem BMW hefur í huga hvað varðar framleiðslu framtíðarinnar. Bíllinn er afar spennandi í útliti og akstri, ofurléttur – sérstaklega þegar haft er í huga að þetta er fjögurra sæta bíll með öflugum rafmótor og bensínvél, en jafnframt mjög sparneytinn. BMW i8 nær 120 km/klst hraða á rafmagninu eingöngu og 35 km drægi sem þýðir að hægt er að sinna flestum innanbæjarakstri án þess að nota dropa af eldsneyti. Þrátt fyrir þessa sparsemi hraðar bíllinn sér í 100 km/klst á aðeins 4,2 sekúndum og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent
Fyrir áratugum síðan voru framtíðarbílar eitt helsta einkenni bjartari tíðar. Þetta var á tímum kalda stríðsins og tæknikapphlaups sem að miklu leyti var drifið áfram af vopnakapphlaupi stórveldanna. Í bíómyndum og teiknimyndasögum var birtingarmynd tækni framtíðarinnar hinsvegar oftast bíll. Ýmsir framúrstefnulegir bílar litu dagsins ljós hjá bílaframleiðendum, oftast hugmyndabílar. Fólk lét sig dreyma um flugbíla, rafmagnsbíla, rennilega og hátæknivædda bíla sem voru búnir allskonar tækjum til að þjóna eigandanum. Þessir tímar eru liðnir en framtíðin er alltaf ókomin. Þó kannski með einni undantekningu því BMW hefur framleitt bíl sem er eins og klipptur úr hasarblaði framtíðarinnar. Það er BMW i8 sem er kyndilberi framtíðartækni BMW og svo framúrstefnulegur að það er næsta ótrúlegt að hugsa til þess að bíllinn sé nú þegar kominn á markað.Tæknilegt undur – hvernig sem á hann er litiðEkki aðeins er BMW i8 afar framúrstefnulegur á að líta heldur er bíllinn mjög tæknivæddur. BMW i8 er útbúinn afar óvenjulegri drifrás, 1,5 lítra, þriggja strokka túrbínuvél sem skilar 231 hestafli og er sú vél að aftan í bílnum. Að framan er svo rafmagnsmótor sem skilar 129 hestöflum en samtals er bíllinn þá 362 hestöfl og nýtur hann að auki þess að hafa drif á öllum hjólum. Þá prýða bílinn vængjahurðir og hönnun sem er svo óvenjuleg og glæsileg að bíllinn minnir einfaldlega á ókomna tíð. BMW hefur þegar sagt að ekki sé um ofursportbíl að ræða. Heldur er i8 dæmi um þá nálgun sem BMW hefur í huga hvað varðar framleiðslu framtíðarinnar. Bíllinn er afar spennandi í útliti og akstri, ofurléttur – sérstaklega þegar haft er í huga að þetta er fjögurra sæta bíll með öflugum rafmótor og bensínvél, en jafnframt mjög sparneytinn. BMW i8 nær 120 km/klst hraða á rafmagninu eingöngu og 35 km drægi sem þýðir að hægt er að sinna flestum innanbæjarakstri án þess að nota dropa af eldsneyti. Þrátt fyrir þessa sparsemi hraðar bíllinn sér í 100 km/klst á aðeins 4,2 sekúndum og hámarkshraðinn er 250 km/klst.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent