Viðskipti erlent

Fámennasta verkfall í sögu Noregs

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
MYND/Norwegian
Einn flugþjónn fór í verkfall á miðnætti þegar ekki tókst að ná lendingu í deilu Norwegian flugfélagsins við norskar og danskar áhafnir. Þetta er fyrsta verkfallið í sögu félagsins og það fámennasta í sögu Noregs. Það var flugþjónninn René-Charles Gustavsen sem lagði niður störf. Vefsíðan Túristi greinir frá þessu.

Innan nokkurra daga er þó reiknað með að um tólf hundruð kollegar flugþjónsins í Danmörku og Noregi muni einnig fara í verkfall. vegna mismunandi reglna um vinnustöðvanir í löndunum tveimur er ekki hægt að samræma aðgerðir betur.

Gustavsen situr í stjórn stéttarfélagsins og sagði hann í samtali við Aftenposten að það hafi verið eðlilegast að kjörinn fulltrúi starfsmanna riði á vaðið svo hægt væri að hefja aðgerðirnar. Flugþjónninn ætlar hins vegar ekki að standa verkfallsvakt næstu daga heldur reyna að finna lausn á deilunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×