Viðskipti erlent

Barclays bankinn sker niður og rekur fjórtán þúsund starfsmenn

Barclays fjárfestingabankinn tilkynnti í morgun um að til standi að fækka starfsmönnum um allt að fjórtán þúsund á þessu ári.

Niðurskurðurinn er liður í nýrri áætlun bankans sem miðar að því að reisa hann við eftir áföll fjármálakreppunnar. Áður hafði verið tilkynnt um niðurskurð en hann virðist eiga að verða meiri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir.

Þá er einnig gert ráð fyrir að bankanum verði skipt upp í tvo hluta, góðan og vondan, þannig að hægt verið að selja eða afskrifa hluta sem ekki teljast til kjarnastarfsemi hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×