Viðskipti erlent

Nýr forstjóri Citroën er kona

Finnur Thorlacius skrifar
Linda Jackson
Linda Jackson Autoevolution
Miklar breytingar hafa undanfarið verið í stjórnendateymi franska bílaframleiðandans PSA Peugeot/Citroën. Félagið er nýbúið að ráða nýjan forstjóra móðurfyrirtækisins, Carlos Tavares, sem kom frá Renault og nú réð það nýjan forstjóra yfir Citroën merkinu.

Það verður Linda Jackson, sem hefur stýrt Citroën merkinu undanfarið í Bretlandi og Írlandi, sem stýra mun Citroën merkinu í heild. Ekki eru margar konur forstjórar í bílageiranum, en víst er að þeim fer fjölgandi. Nýráðin forstjóri General Motors í Bandaríkjunum er kjarnakonan Mary Barra. Linda Jackson hefur starfað í bíliðnaðinum í 35 ár.

Citroën hefur skilið á milli DS-lúxusbílahluta Citroën merkisins og annarra bíla þess og fer Yves Bonnefont með yfirráðin þar og er hann einnig nýr í starfi. Bæði taka þau Linda Jackson og Yves Bonnefort við störfum sínum þann 1. júní. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×