Viðskipti erlent

Leigubílastjórar ætla að valda öngþveiti í London

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Leigubílsstjórar í London ætla að valda umferðaröngþveiti í borginni í mótmælaskyni gegn bílaþjónustunni Uber. Samtök leigubílastjóra segja ökumenn Uber nota forrit í snjallsímum til að reikna út fargjald, þrátt fyrir að ólöglegt sé að einkabílar séu með gjaldmæla.

Steve McNamara, aðalritari samtaka leigubílastjóra í London, segir BBC að þessi þróun sé hættuleg íbúum borgarinnar og hann reiknar með að þúsundir leigubílastjóra muni taka þátt í aðgerðinni í byrjun júní.

 „Ég geri ráð fyrir að mótmælin muni laða að þúsundir leigubíla og valda alvarlegri ringulreið, umferðarstíflum og ruglingi.“

Eftirlitsaðilar segja þetta fyrirkomulag Uber, ekki vera ólöglegt, þar sem engin líkamleg tenging sé á milli búnaðarins og bifreiðarinnar. Því séu bílarnir ekki tæknilega séð útbúnir gjalmælum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×