Viðskipti erlent

Er þér mál? - Nýtt app fyrir klósettferðir í bíó

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Appið birtir lista yfir eitt til fjögur augnablik í hverri mynd þar sem hægt er að hlaupa á salernið.
Appið birtir lista yfir eitt til fjögur augnablik í hverri mynd þar sem hægt er að hlaupa á salernið. vísir/getty
Margir kannast við það vandamál að þurfa að nota snyrtinguna meðan á sýningu í kvikmyndahúsi stendur en vilja það ekki af ótta við að missa af einhverju mikilvægu. Nú hefur verið búið til app sem leysir þann vanda.

RunPee-appið lætur þig vita hvenær skynsamlegt er að yfirgefa bíósalinn svo að þú missir af sem minnstu. Appið birtir lista yfir eitt til fjögur augnablik í hverri mynd þar sem hægt er að hlaupa á salernið og til baka án þess að missa þráðinn.

Reyndar eru Íslendingar töluvert betur settir en margar aðrar þjóðir þar sem hefð er fyrir hléum í kvikmyndasýningum hér á landi, en þvagblöðrur fólks eru misstórar og ekki víst að eitt hlé nægi öllum.

Appið er fáanlegt fyrir iPhone, Android og Windows-síma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×