Arctic Trucks vottaður bílaframleiðandi fyrir Toyota í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2014 14:15 Breyttur Arctic Trucks bíll í Rússlandi. Arctic Trucks í Rússlandi fékk nýlega vottun Toyota í Rússlandi sem viðurkenndur bílaframleiðandi þar. Vottunin felur í sér formlega viðurkenningu á starfi Arctic Trucks í Rússlandi og að framleiðslan uppfylli kröfur Toyota í Rússlandi. Í kjölfar vottunarinnar kemur Arctic Trucks í Rússlandi til með að framleiða breytta bíla undir eigin WMI númeri (World Manufacturer Identifier) sem sjálfstæður bílaframleiðandi og segir Hinrik Jóhannsson, verkfræðingur og þróunarstjóri AT, að um sé að ræða ákveðinn áfanga sem muni leiða til betri viðskiptasamninga við Toyota. „Viðurkenningin á framleiðsluferlana og íhlutina sem við notum til breytinga á bílum Toyota leiða til betri samninga vegna þess að við þurfum ekki lengur að sanna fyrir seljendum nýrra breyttra bíla að bílarnir uppfylli gæða- og öryggiskröfur þeirra,“ segir Hinrik Jóhannsson, verkfræðingur og þróunarstjóri AT. Þess má geta að Arctic Trucks hefur nú þegar sambærilega vottun frá Toyota vegna breytinga á ákveðnum bílgerðum í Noregi og Dubai, auk Íslands. Nú síðast fékk Arcitc Trucks viðurkenningu á hækkaða heildarþyngd fyrir 6x6 Toyota Hilux og er nú leyfileg heildarþyngd á grind þeirra fimm tonn og fimmtíu kíló, sem er rúmlega tveimur tonnum meiri heildarþyngd en á óbreyttum Hilux frá framleiðanda. Á næstunni verða einnig viðurkenndar aðrar tegundir breytinga AT á jeppum frá Toyota. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent
Arctic Trucks í Rússlandi fékk nýlega vottun Toyota í Rússlandi sem viðurkenndur bílaframleiðandi þar. Vottunin felur í sér formlega viðurkenningu á starfi Arctic Trucks í Rússlandi og að framleiðslan uppfylli kröfur Toyota í Rússlandi. Í kjölfar vottunarinnar kemur Arctic Trucks í Rússlandi til með að framleiða breytta bíla undir eigin WMI númeri (World Manufacturer Identifier) sem sjálfstæður bílaframleiðandi og segir Hinrik Jóhannsson, verkfræðingur og þróunarstjóri AT, að um sé að ræða ákveðinn áfanga sem muni leiða til betri viðskiptasamninga við Toyota. „Viðurkenningin á framleiðsluferlana og íhlutina sem við notum til breytinga á bílum Toyota leiða til betri samninga vegna þess að við þurfum ekki lengur að sanna fyrir seljendum nýrra breyttra bíla að bílarnir uppfylli gæða- og öryggiskröfur þeirra,“ segir Hinrik Jóhannsson, verkfræðingur og þróunarstjóri AT. Þess má geta að Arctic Trucks hefur nú þegar sambærilega vottun frá Toyota vegna breytinga á ákveðnum bílgerðum í Noregi og Dubai, auk Íslands. Nú síðast fékk Arcitc Trucks viðurkenningu á hækkaða heildarþyngd fyrir 6x6 Toyota Hilux og er nú leyfileg heildarþyngd á grind þeirra fimm tonn og fimmtíu kíló, sem er rúmlega tveimur tonnum meiri heildarþyngd en á óbreyttum Hilux frá framleiðanda. Á næstunni verða einnig viðurkenndar aðrar tegundir breytinga AT á jeppum frá Toyota.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent