Viðskipti erlent

Uppgjör Barnes & Noble veldur vonbrigðum

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Ein verslana Barnes & Noble í Bandaríkjunum.
Ein verslana Barnes & Noble í Bandaríkjunum. Nordicphotos/AFP
Bandaríska bóksölukeðjan Barnes & Noble skilaði hagnaði á öðrum fjórðungi fjárhagsárs fyrirtækisins.

Í umfjöllun AP eru aðhaldsaðgerðir sagðar hafa vegið upp á móti samdrætti í sölu. Hagnaður á tímabilinu nam 13,2 milljónum dala sem er viðsnúningur frá sama tíma í fyrra þegar keðjan tapaði 501 þúsund dölum á tímabilinu.

Afkoman er engu að síður undir væntingum og féll verð hlutabréfa Barnes & Noble um sex prósent í fyrstu viðskiptum í gær.

Uppgjörið kemur rétt fyrir jólasölutímabilið, en þá eru verslanir sagðar geta halað inn allt að 40 prósentum af tekjum ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×