Viðskipti erlent

Hagvaxtarspáin færð niður

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Fréttablaðið/Stefán
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir komið að viðsnúningi í efnahagslífi Evrópu, en að hagvöxtur í evrulöndunum verði hægari en áður hafi verið spáð. 

Fréttavefur BBC hefur eftir tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar að „vonarglæta“ hafi orðið að „áþreifanlegri jákvæðri þróun“. Á evrusvæðinu, í þeim átján löndum sem nota evruna, er spáð vexti upp á 1,1 prósent á næsta ári.

Í umfjöllun BBC er bent á að þetta sé í annað sinn á þessu ári sem hagvaxtarspáin fyrir evrusvæðið á árinu 2014 sé lækkuð, en í maí var hún færð úr 1,4 prósentum í 1,2 prósent.

Framkvæmdastjórnin spáir því nú að hagvöxtur á evrusvæðinu verði 1,7 prósent 2015.

Í Evrópusambandinu í heild er spáð 1,4 prósentavexti á næsta ári og 1,9 prósentum á því þarnæsta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×