Viðskipti erlent

Orkuverð knýr vísitöluhækkun

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Hækkandi orkuverð er sagt að baki lítillega aukinni verðbólgu í löndum OECD.
Hækkandi orkuverð er sagt að baki lítillega aukinni verðbólgu í löndum OECD. Nordicphotos/AFP
Verðbólga í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD jókst um 0,2 prósentustig milli ára í maí. Hún mældist þá 1,5 prósent, en var 1,3 prósent ári fyrr.

Í tilkynningu OECD kemur fram að aukningin sé að mestu drifin af orkuverði, sem hækkað hafi um 0,5 prósent í maí á meðan það hjaðnaði um 1,3 prósent í apríl.



Verðbólga í maí 2013

Frakkland 0,8%

Þýskaland 1,5%

Meðaltal OECD landa 1,5%

Meðaltal ESB landa 1,6%

Ítalía 1,1%

Meðaltal evrulanda 1,4%

Bandaríkin 1,4%

Bretland 2,7%

Ísland 3,3%

Heimild: Neysluverðsvísitala Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD








Fleiri fréttir

Sjá meira


×