Viðskipti erlent

Danskir banka græða á þjónustugjöldum

Danskir bankar hafa rukkað viðskiptavini sína um 20 milljarða danskra króna í þjónustugjöld á þessu ári eða sem jafngildir um 400 milljörðum íslenskra króna.

Bankarnir hafa ekki hagnast jafn mikið á þjónustugjöldum frá því efnahagskreppan skall á árið 2008. Fram kemur á vef danska dagblaðsins Jyllands-Posten að gjöldin hafi farið hækkandi á síðustu árum og er búist við því að þau muni hækka enn frekar á næstu misserum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×