Viðskipti erlent

Niðurhala Football Manager í gríð og erg

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Tölvuleikjaframleiðandinn Sports Interactive heldur því fram að tölvuleikurinn Football Manager 2013 hafi verið niðurhalað tíu milljón sinnum ólöglega frá því í maí á þessu ári. Leikurinn kom út í nóvember á síðasta ári og er vinsæll meðal knattspyrnuáhugamanna.

Leiknum var oftast halað niður ólöglega í Kína eða 3,2 milljón sinnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins telja sig hafa orðið af um 3,7 milljónum dala vegna þess.

Leikurinn hefur verið mjög vinsæll frá því að hann kom fyrst út undir nafninu Championship Manager um miðjan 10. áratuginn. Sports Interactive tók við framleiðslu leiksins árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×