Fótbolti

Hver á að skora fyrir Norðmenn?

Arnar Björnsson skrifar
Miðvörðurinn Brede Hangeland er markahæsti leikmaður Norðmanna í riðlinum.
Miðvörðurinn Brede Hangeland er markahæsti leikmaður Norðmanna í riðlinum. Mynd/Vilhelm
Norðmenn gera sér enn vonir um að ná 2. sætinu í E-riðli undankeppni HM.  Það gera þeir vinni þeir báða leikina sem þeir eiga eftir.   Norðmenn eru í fjórða sæti í E-riðlinum þegar tvær umferðir eru eftir, stigi á eftir Slóvenum og tveimur stigum á eftir Íslendingum.  

Í kvöld mæta þeir Slóvenum og Íslendingum á heimavelli á þriðjudag.   Þegar norski landsliðshópurinn er skoðaður kemur í ljós að leikmennirnir hafa samtals spilað 402 leiki en aðeins skorað 39 mörk. Frode Johannsen er langmarkahæstur en hann hefur skorað 10 mörk í 33 leikjum.   

Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson eru næstum því búnir að skora jafn mörg mörk og allir leikmenn í norska landsliðshópnum.  Eiður Smári, sem spilar sinn 75. landsleik í kvöld, er búinn að skora 24 mörk og Kolbeinn 11.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×