Fótbolti

Fannar varði tíu skot en það dugði ekki gegn Belgum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fannar Hafsteinsson.
Fannar Hafsteinsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Íslenska 19 ára landsliðið tapaði 0-2 á móti Belgíu í undankeppni EM en riðill íslenska landsliðsins fer einmitt fram í Belgíu. Íslenska liðið hefur þar með aðeins eitt stig eftir tvio fyrstu leiki sína en Belgarnir eru komnir áfram þegar einn leikur er eftir.  

KA-maðurinn Fannar Hafsteinsson átti stórleik í marki íslenska liðsins og varði alls 10 skot samkvæmt tölfræði á heimasíðu UEFA en hann gat ekki komið í veg fyrir tvö mörk.

Divock Origi, framherji franska liðsins Lille, skoraði fyrra markið á 9. mínútu en það síðara skoraði Siebe Schrijvers, framherji Genk, á 53. mínútu. Belgar enduðu leikinn manni færri eftir að Timoty Castagne fékk sitt annað gula spjald á 88. mínútu.

Þetta var annar leikur íslenska liðsins í riðlinum en strákarnir sýndu frábæran karakter í fyrsta leiknum þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli gegn Frökkum eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.  Belgar unnu 2-0 sigur á Norður Írum í fyrsta leik sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×