Fótbolti

Íslenskir sigursöngvar á Ullevaal í kvöld - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Íslenska karlalandsliðið fagnaði vel á Ullevaal-leikvanginum í kvöld þegar liðið hafði tryggt sér annað sætið í riðlinum og þátttökurétt í umspilsleikjum um laus sæti á HM í Brasilíu.

Strákarnir náðu þarna sögulegum árangri og endurskrifuðu sögu íslenskar knattspyrnu. Litla þjóðin í Norður-Atlantshafi er nú aðeins tveimur leikjum frá því að komast á Heimsmeistaramóti.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var með myndavélina á lofti í kvöld þegar strákarnir fögnuðu frábærum árangri með stórkostlegum stuðningsmönnum íslenska liðsins.

Það er hægt að sjá myndirnar hér fyrir ofan en fyrir neðan eru tenglar fullt af fréttum um leikinn sem birtust hér inn á Vísi í kvöld.


Tengdar fréttir

Sjáðu landsliðið fagna í Noregi

Það var ógleymanleg stund þegar strákarnir okkar tryggðu sér sæti í umspilinu fyrir HM í Brasilíu á næsta ári.

Kolbeinn: Ég er stoltur af vera hluti af þessu liði

Kolbeinn Sigþórsson skoraði mark Íslands í 1-1 jafntefli á móti Norðmönnum á Ullevaal-leikvanginum í kvöld en jafnteflið tryggði íslenska liðinu annað sætið í riðlinum og farseðilinn í umspilið um laus sæti á HM í Brasilíu 2014. Kolbeinn var kátur í viðtali Hans Steinar Bjarnason á RÚV eftir leikinn.

Gylfi ætlar að stríða Christian Eriksen

Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður eftir jafnteflið á móti Noregi á Ullevaal-leikvangninum í Ósló í kvöld en 1-1 jafntefli dugði íslenska liðinu til að taka annað sæti riðilsins og tryggja sér sæti í umspilinu.

Gummi Ben trylltist þegar Ísland skoraði

Guðmundur Benediktsson, sem lýsir leiknum milli Íslands og Noregs á beinni í Vísi, trylltist þegar Kolbeinn Sigþórsson skoraði mark fyrir Ísland og kom þannig Íslandi yfir, strax í upphafi leiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×