Rafbíll hollenskra stúdenta 2,15 sek. í 100 Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2013 14:45 Örfáir ofurbílar komast á 100 kílómetra hraða á klukkustund á innan við 3 sekúndum. Stúdentunum í Delft University og Technology er líklega alveg sama um það, en bíll þeirra mældist fyrir stuttu ná þeim hraða á 2,15 sekúndum. Með því er hann sneggsti rafmagnsbíll heims og reyndar er enginn fjöldaframleiddur bíll af nokkurri gerð sneggri. Ariel Atom er 2,3 sekúndur í hundraðið og Bugatti Veyron með sín 1.000 hestöfl kemst ekki nálægt tíma rafmagnsbílsins hollenska. Gamla heimsmet rafmagnsbíls var 2,68 sekúndur og því var það rækilega slegið nú. En hvernig er þessi bíll útbúinn? Hann er með 4 rafmótora sem samtals skila 135 hestöflum sem send eru til allra hjólanna. Bíllinn vegur aðeins 145 kíló og því eru hestöflin næstum jafn mörg og kílóin. Hvorki Ariel Atom né Bugatti Veyron búa að svo góðu hlutfalli. Þó þessi smái bíll sé sneggri en nokkur fjöldaframleiddur bíll eru ýmsir keppnisbílar fljótari, en þeir eru aðeins framleiddir í einu eða örfáum eintökum og yfirleitt ekki til sölu til almennings. Sjá má rafbílinn hollenska taka sprettinn í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent
Örfáir ofurbílar komast á 100 kílómetra hraða á klukkustund á innan við 3 sekúndum. Stúdentunum í Delft University og Technology er líklega alveg sama um það, en bíll þeirra mældist fyrir stuttu ná þeim hraða á 2,15 sekúndum. Með því er hann sneggsti rafmagnsbíll heims og reyndar er enginn fjöldaframleiddur bíll af nokkurri gerð sneggri. Ariel Atom er 2,3 sekúndur í hundraðið og Bugatti Veyron með sín 1.000 hestöfl kemst ekki nálægt tíma rafmagnsbílsins hollenska. Gamla heimsmet rafmagnsbíls var 2,68 sekúndur og því var það rækilega slegið nú. En hvernig er þessi bíll útbúinn? Hann er með 4 rafmótora sem samtals skila 135 hestöflum sem send eru til allra hjólanna. Bíllinn vegur aðeins 145 kíló og því eru hestöflin næstum jafn mörg og kílóin. Hvorki Ariel Atom né Bugatti Veyron búa að svo góðu hlutfalli. Þó þessi smái bíll sé sneggri en nokkur fjöldaframleiddur bíll eru ýmsir keppnisbílar fljótari, en þeir eru aðeins framleiddir í einu eða örfáum eintökum og yfirleitt ekki til sölu til almennings. Sjá má rafbílinn hollenska taka sprettinn í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent