Viðskipti erlent

Vilja kaupa Blackberry

Elimar Hauksson skrifar
Fyrirtækið sér fram á gríðarlegt tap og þarf að segja upp 4500 starfsmönnum á meðan vandræðaleg kaup á einkaþotu litu dagsins ljós.
Fyrirtækið sér fram á gríðarlegt tap og þarf að segja upp 4500 starfsmönnum á meðan vandræðaleg kaup á einkaþotu litu dagsins ljós. mynd/afp
Kanadíski snjallsímaframleiðandinn Blackberry tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði náð samkomulagi í meginatriðum um að fjárfestingasjóðurinn Fairfax Financial muni kaupa Blackberry.

Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð í gær en kaupverðið er 4,7 milljarðar Bandaríkjadala með fyrirvara um að Blackberry standist áreiðanleikakönnun.

Blackberry hefur átt í rekstrarerfiðleikum upp á síðkastið en fyrirtækið gaf út tilkynningu á föstudaginn um að búast mætti við tapi upp allt að einum milljarði dala vegna lélegrar sölu á nýjum búnaði.

Í tilkynningunni sagði einnig að búast mætti við að 4500 starfsmönnum yrði sagt upp til að bregðast við fyrirséðu tapi. Á sama tími birti vefútgáfa Evening Standard vandræðalegar upplýsingar um að Blackberry hefði í júlí á þessu ári keypt einkaþotu af gerðinni Bombardier fyrir um það bil 20 milljón dollara en fyrir átti félagið tvær aðrar einkaþotur.

Thorsten Heins, framkvæmdastjóri Blackberry, hefur gefið það út að í ljósi fjárhagsstöðu fyrirtækisins verði allar einkaþotur fyrirtækisins seldar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×