Viðskipti erlent

Forstjóri Amazon kaupir Washington Post

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Jeff Bezos, forstjóri Amazon.com.
Jeff Bezos, forstjóri Amazon.com. samsett mynd/afp
Jeff Bezos, forstjóri Amazon.com, hefur fest kaup á bandaríska dagblaðinu Washington Post. Kaupverðið er 250 milljón dalir, eða um 29,5 milljarðar króna, og segir Bezos að hann hafi keypt blaðið sem einstaklingur og Amazon komi ekki nálægt kaupunum.

Hann mun þó halda áfram sem forstjóri Amazon og í yfirlýsingu segir hann að áherslur blaðsins muni ekki breytast. Blaðið muni halda áfram að þjóna lesendum umfram hagsmunum eigenda.

Donald Graham, forstjóri og stjórnarformaður blaðsins, segir að ákveðið hafi verið að selja í kjölfar minnkandi lesturs og er hæstánægður með hinn nýja eiganda.

Blaðamaðurinn Carl Bernstein, sem ásamt samstarfsfélaga sínum á Washington Post, Robert Woodward, fletti ofan af Watergate-málinu á fyrri hluta 8. áratugarins, fagnar breytingunum einnig og segist telja að Bezos sé rétti maðurinn til að halda blaðinu í takt við nýja tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×