Viðskipti erlent

Tilraunir hefjast með risarafhlöðu

Með sex megawatta rafhlöðu í handraðanum þarf ekki að óttast sólarleysi og logn lengur.
Með sex megawatta rafhlöðu í handraðanum þarf ekki að óttast sólarleysi og logn lengur. Nordicphotos/AFP
Í Bretlandi eru að hefjast tilraunir með 6 megawatta rafhlöðu, sem vonast er til að verði tilbúin til notkunar árið 2016.

Rafhlaða af þessari stærðargráðu gæti sparað Bretum og jarðarbúum öllum stórfé, ekki síst vegna þess að sveiflur í orkuframleiðslu frá sólar- og vindorkustöðvum hætta að verða vandamál.

Þrjú fyrirtæki, S&C Electric Europe, Samsung SDI og Younicos, hafa tryggt sér 13,2 milljónir punda frá breska ríkinu til verksins, en reikna með að kostnaðurinn muni alls nema 18,7 milljónum punda. Það samsvarar nærri þremur og hálfum milljarði króna.

Breska dagblaðið The Guardian segir nánar frá þessu á vefsíðu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×