Danski skatturinn krefur Novo Nordisk um 117 milljarða 10. júní 2013 07:43 Dönsk skattayfirvöld hafa krafið lyfjafyrirtækið Novo Nordisk um 5,5 milljarða danskra kr. eða um 117 milljarða kr. vegna vangoldinni skatta á árunum 2005 til 2009. Málið er sem stendur rekið fyrir Ríkisskattarétti landsins (Landssaktteretten). Mál þetta er stærsta skattamál í sögu Danmerkur en fjallað var um það í heimildarþætti á DR1 um helgina. Forsaga málsins er sú að árið 2002 flutti Novo Nordisk dótturfélag sitt í skattaskjól í Sviss. Félag þetta heldur utan um einkaleyfi Novo Nordisk á þeim lyfjum sem Novo framleiðir. Ekkert ólöglegt var við þennan flutning á félaginu en skattayfirvöld telja að verðmæti þess hafi verið stórlega vanmetið af Novo Nordisk þegar það var flutt til Sviss. Skatturinn krefst því þess að Novo Nordisk borgi danska skatta af tekjum dótturfélagsins upp á 22 milljarða danskra kr. á árunum 2005 til 2009. Jesper Brandgaard fjármálastjóri Novo Nordisk segir í samtali við fréttastofu danska ríkisútvarpsins að fyrirtækið svíki ekki undan skatti. „Við borgum þá skatta sem okkur er ætlað að borga,“ segir Brandgaard. Hann bendir einnig á að fleiri mál séu í gangi milli Novo Nordisk og danskra skattyfirvalda og raunar í fleiri löndum. Það sé þó ekki þar með sagt að yfirtækið stundi skattsvik. Novo Nordisk er stærsta fyrirtækið í kauphöllinni í Kaupmannahöfn, miðað við markaðsverðmæti. Það hefur einkum hagnast á framleiðslu lyfja gegn sykursýki en það er leiðandi í heiminum á því sviði. Í fyrstu viðskiptum dagsins í kauphöllinni í morgun féllu hlutir í Novo Nordisk um tæp 2% og töpuðu hluthafar þar með rúmlega 9 milljörðum danskra kr. á eign sinni í fyrirtækinu. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Dönsk skattayfirvöld hafa krafið lyfjafyrirtækið Novo Nordisk um 5,5 milljarða danskra kr. eða um 117 milljarða kr. vegna vangoldinni skatta á árunum 2005 til 2009. Málið er sem stendur rekið fyrir Ríkisskattarétti landsins (Landssaktteretten). Mál þetta er stærsta skattamál í sögu Danmerkur en fjallað var um það í heimildarþætti á DR1 um helgina. Forsaga málsins er sú að árið 2002 flutti Novo Nordisk dótturfélag sitt í skattaskjól í Sviss. Félag þetta heldur utan um einkaleyfi Novo Nordisk á þeim lyfjum sem Novo framleiðir. Ekkert ólöglegt var við þennan flutning á félaginu en skattayfirvöld telja að verðmæti þess hafi verið stórlega vanmetið af Novo Nordisk þegar það var flutt til Sviss. Skatturinn krefst því þess að Novo Nordisk borgi danska skatta af tekjum dótturfélagsins upp á 22 milljarða danskra kr. á árunum 2005 til 2009. Jesper Brandgaard fjármálastjóri Novo Nordisk segir í samtali við fréttastofu danska ríkisútvarpsins að fyrirtækið svíki ekki undan skatti. „Við borgum þá skatta sem okkur er ætlað að borga,“ segir Brandgaard. Hann bendir einnig á að fleiri mál séu í gangi milli Novo Nordisk og danskra skattyfirvalda og raunar í fleiri löndum. Það sé þó ekki þar með sagt að yfirtækið stundi skattsvik. Novo Nordisk er stærsta fyrirtækið í kauphöllinni í Kaupmannahöfn, miðað við markaðsverðmæti. Það hefur einkum hagnast á framleiðslu lyfja gegn sykursýki en það er leiðandi í heiminum á því sviði. Í fyrstu viðskiptum dagsins í kauphöllinni í morgun féllu hlutir í Novo Nordisk um tæp 2% og töpuðu hluthafar þar með rúmlega 9 milljörðum danskra kr. á eign sinni í fyrirtækinu.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira