Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað nokkuð í morgun og er tunnan af Brent olíunni komin í 105,5 dollara. Í gærmorgun stóð tunnan í rúmum 103 dollurum og hefur því hækkað um 2% frá þeim tíma.

Verðið á bandarísku léttolíunni hefur ekki hækkað eins hratt eða um 1% frá í gærmorgun og kostar tunnan af þeirri olíu nú tæplega 97 dollara.

Þessar hækkanir eru í takt við uppsveiflu á öllum helstu mörkuðum heimsins í gærkvöldi, nótt og í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×