Viðskipti erlent

Dýrasti Aston Martin bíll sögunnar seldur á 600 milljónir

Aston Martin DB4 GT var nýlega seldur á yfir 3,2 milljónir punda eða um 600 milljónir kr. á uppboði hjá Bonhams. Þetta er þar með dýrasti Aston Martin bíll sögunnar.

Aston Martin DB4 er best þekktur fyrir það að James Bond notaði hann í myndunum Goldfinger og Thunderball.  GT útgáfan af honum var aðeins minni og léttari en hún kom fyrst til sögunnar árið 1958 og var aðeins smíðuð í 100 eintökum. Af þessum 100 bílum var einn hannaður af Bertone og það er bíllinn sem setti fyrrgreint verðmet.

Bíll þessi hefur í gegnum tíðina gengið undir nafninu Bertone Jet en hann var fyrst sýndur almenningi á bílasýningu í Genf árið 1961. Bíllinn er jafnframt sá síðasti af DB4 GT tegundinni sem smíðaður var.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×