Viðskipti erlent

Bayern Munich orðið verðmætasta fótboltaliðið

Bayern Munich er orðið verðmætasta fótboltalið heimsins. Liðið veltir þar með Manchester United af þeim stalli.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að samkvæmt Brand Finance er verðmæti Bayern Munich metið á 860 milljónir dollara eða tæplega 106 milljarða kr. Það er góður árangur í þýsku úrvalsdeildinni og sigurinn í Meistaradeild Evrópu sem liggur að baki því að Bayern Munich er orðið verðmætasta fótboltalið heimsins.

Enska úrvalsdeildin er eftir sem áður sú verðmætasta í heimi en samanlagt eru félagsliðin í henni metin á 3,1 milljarð dollara. Þetta er vel yfir verðmæti þýsku úrvalsdeildarinnar sem hljóðar upp á 1,9 milljarða dollara.

Næstu lið á eftir Bayern Munich og Manchester United hvað verðmæti varðar eru spænsku liðin Real Madrid og Barcelona. Síðan koma þrjú ensk lið í röð eða Chelsea, Arsenal og Manchester City.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×