Viðskipti erlent

Actavis hafnaði rúmlega 1.800 milljarða yfirtökutilboði

Actavis hafnaði 15 milljarða dollara eða rúmlega 1.800 milljarða kr. yfirtökutilboði frá lyfjafyrirtækinu Mylan í síðustu viku.

Þetta kemur fram á Reuters sem hefur frétt sína eftir ónafngreindum heimildum. Mylan mun hafa ætað að greiða fyrir Actavis með bæði reiðufé og hlutabréfum.

Samkvæmt fyrrgreindri upphæð samsvarar tilboð Mylan því að greiddir yrðu 120 dollarar á hlut í Actavis. Gengi Actavis var hinsvegar tæpir 122 dollarar á hlut við lokun markaða í gærkvöldi vestanhafs.

Reuters segir að vegna þess hve hlutir í Actavis hækkuðu mikið, eða um tæp 12% í síðustu viku hafi Mylan hætt við áfrom sín. Sú hækkun kom í kjölfar fregna um að Actavis ætti í samningaviðræðum um kaup á lyfjafyrirtækinu Warner Chilcott.

Hvorki talsmenn Actavis né Mylan vildu tjá sig um málið við Reuters þegar eftir því var leitað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×