Viðskipti erlent

Dreamliner þoturnar aftur á loft

Langri martröð Boeing flugvélaverksmiðjanna er lokið því flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa aflétt kyrrsetningu sinni á þessum þotum. Boeing hefur endurbætt rafhlöðukerfi Dreamliner en eins og kunnugt er af fréttum voru þoturnar kyrrsettar í janúar s.l. eftir að rafhlaða brann yfir í einni þeirra.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að um helgina hafi Dreamliner þota á vegum Ethiopian Airlines flogið áætlunarflug frá Addis Ababa til Nairobi og var það fyrsta áætlunarflug með Dreamliner frá því í janúar. Í gærdag var síðan byrjað að prófa þessar þotur með nýju rafhlöðunum í Japan.

Í fréttinni kemur fram að Boeing eigi von á því að allar þær 50 Dreamliner þotur sem kyrrsettar voru verði komnar í loftið í næsta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×