Viðskipti erlent

Verðið á Brent olíunni ekki verið lægra í níu mánuði

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og hefur verðið á Brent olíunni ekki verið lægra undanfarna níu mánuði.

Í morgun fór verðið á Brent olíunni niður í rúman 101 dollara á tunnuna sem er 2% lækkun frá því fyrir helgina. Verðið á bandarísku léttolíunni er komið niður í tæpa 89 dollara á tunnuna og hefur lækkað um 2,5% frá því fyrir helgina.

Gull og aðrar hrávörur eins og kopar hafa einnig lækkað í morgun.

Helsta ástæðan fyrir því að olíuverðið lækkar eru nýjar efnahagstölur frá Kína um að heldur hafi dregið úr vexti hagkerfisins þar. Það hefur einnig spilað inn í dæmið að í síðustu viku dró Alþjóðaorkumálastofnunin úr spám sínum um eftirspurn eftir olíu á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×