Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á gulli og silfri í frjálsu falli

Heimsmarkaðsverð á gulli og silfri er í frjálsu falli þennan morguninn. Verð á únsu af gulli fór undir 1.400 dollara á markaðinum í London í morgun og hefur verð þess ekki verið lægra síðan í mars árið 2011 að því er segir í frétt á Bloomberg fréttaveitunni.

Verðið á gullinu fór undir 1.500 dollar á únsuna fyrir helgi og hefur fallið um rúmlega 6% yfir helgina. Verð á silfri hefur lækkað enn meira eða um nær 11% á sama tímabili og stendur í rúmum 23 dollurum á únsuna í augnablikinu.

Almennt batnandi efnahagshorfur í heiminum eru taldar skýra þetta verðfall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×