Viðskipti erlent

Bretar skipta á kampavíni fyrir romm í verðbólgumælingum sínum

Viðvarandi kreppa í Bretland hefur leitt til þess að töluverðar breytingar hafa verið gerðar á vörukörfunni sem myndar grundvöllinn að neysluvísitölu landsins og þar með verðbólgumælingum.

Ein af athyglisverðari breytingum er að kampavín hefur verið skipt út fyrir romm í vörukörfunni og sjampó er horfið úr henni.

Nýjar vörur í körfunni eru m.a. bláber, einnota augnlinsur, tilbúnir grænmetisréttir fyrir wok pönnur og e-bækur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×